Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Síða 57

Frjáls verslun - 01.02.1980, Síða 57
35,8 milljarða ársvelta hjá útibúi Verzlunarbankans í Keflavík Útibú Verslunarbankans í Keflavík var fyrst opnað að Hafnargötu 31 árið 1963 en flutti síðan í nýtt og rúmgott húsnæði í nóvember 1975. Umsvifin hafa aukist jafnt og þétt og nú er nýja húsnæðið þegar fullnýtt en þar starfa 10 manns í fullu starfi og einn í hálfu. Innistæður voru 770 miljónir í árslok 1979. Útibússtjóri Verzlunarbank- ans er Helgi Hólm, þekktur íþróttamaður, en Helgi hefur verið útibússtjóri síðastliðin 14 ár. Viðskiptavinirnir eru aö stór- um hluta aðilar í viðskiptalífi, verzlunargreinum og þjónustu en auk þess eru tiltölulega margir einstaklingar sem skipta við Verzlunarbankann. Helgi Hólm sagði að sú fyrir- greiðsla sem bankinn veitti einstaklingum væri yfirleitt í tengslum við húsbyggingar og þá oftast í formi vaxtaaukalána. Þeir sem skiptu við Verzlunar- bankann gætu yfirleitt gengið aö því vísu aó fá þar fyrir- greiðslu og auk víxillána væru vaxtaaukalánin algengust og hefði orðið veruleg aukning í lánafyrirgreiðslu til ein- staklinga með tilkomu þess lánsforms. Helgi sagði aö vaxtaauka- lánin hefðu breytt ýmsu í þjón- ustu bankanna við ein- staklinga. Vegna þeirra fengju einstaklingar yfirleitt mun hærri bankalán nú en áður tíðkaðist og um leið væri láns- tíminn lengri. Munurinn á víxlum og vaxta- aukalánum væri aðallega fólg- inn í því að víxlar væru keyptir til 6 mánaða og vextir væru 32%, hinsvegar væru vaxta- aukalánin til lengri tíma, t.d. al- gengt að þau væru til 3ja ára, og vextir af þeim eru 42,5% og er þá vaxtaaukinn innifalinn. Frá síðustu áramótum hefur 55

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.