Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Síða 58

Frjáls verslun - 01.02.1980, Síða 58
verið fremur líflaust á lána- markaðinuon í Keflavík og er orsökin sú að útgerðin hefur farið fremur hægt af stað og einnig segir það til sín að engin loðna hefur borist til staóarins. Aukin samkeppni hefur aukið verzlunina á svæðinu Nú hefur það löngum veriö eitt af vandamálum Keflvíkinga og annarra Suðurnesjabúa, hve mikiö fjármagn hefur farið út af svæðinu vegna innkaupa t.d. í Reykjavík. Viö spurðum Helga Hólm hvernig þau mál hefðu þróast að undanförnu. Hann sagði að það væri áber- andi breyting aö eiga sér stað á þessu sviði og hún ætti eftir að létta undir með atvinnurekstri og þjónustu á svæðinu. Vax- andi samkeppni verzlana á Suðurnesjum, og þá sérstak- lega í Keflavík, hefði leitt til þess að mun meira væri verzl- að á svæðinu, gagnstætt því sem einhver kynni að halda. Samkeppnin hefði ekki orðiö til þess að drepa fyrirtækin niður, heldur hefði hún orðið til þess að auka vöruframboð og þjón- ustu og það hefði leitt til þess að Keflvíkingar gætu nú borið saman framboð verzlana á staönum og þyrftu ekki inneftir til Reykjavíkur til þess að fá samanburð. Helgi sagði að ágætt dæmi um þetta væri húsgagnasalan á svæðinu, hún hefði aukist verulega viö þaö aö tvær húsgagnaverzl- anir störfuöu nú í Keflavík. Annað dæmi nefndi Helgi sem sýnir hver breyting hefur orðiö í þessum efnum. Hann sagðist muna eftir því hér fyrir nokkrum árum aö við ávísana- skipti voru ávísanir útgefnar af Suöurnesjamönnum frá Reykjavík mun stærri bunki en þær sem komu inn í Keflavík. Nú hefði þetta algjörlega snúist við og það segði sína sögu. Helgi sagði að það hefði einnig haft mikil áhrif í rétta átt þegar fógetaembaéttið flutti til Keflavíkur frá Hafnarfirði og fólk þurfti ekki inneftir eftir ýmsum greiðslum eða til þess að borga opinber gjöld, — þær ferðir heföu skiljanlega veriö nýttar til innkaupa í leiðinni. Engir heildsalar á svæðinu Þá sagöi Helgi Hólm að það hefði óneitanlega áhrif á við- skiptalífið á Suðurnesjum, að vörudreifingin væri fram- kvæmd af fyrirtækjum í Reykjavík, engir heildsalar væru á svæðinu. Þótt fullkomin tollvörugeymsla væri í Keflavík væri hún ekki fullnýtt af þess- um sökum og einnig væri því um að kenna aö ekki fengist vörum uppskipað í Keflavíkur- höfn. Hugsanlega gæti fraktflugið breytt þessari mynd með tím- anum en flugfrakt um Keflavík- urflugvöll hefði farið vaxandi á síðustu árum og því ekkert óeðlilegt þótt innflytjendur sæju sér hag í því að nýta betur tollvörugeymsluna í því sam- bandi. NJARÐVÍKURKAUPSTAÐUR NJARÐVÍKUR — ört vaxandi framtíðarbær NJARÐVÍKURKAUPSTAÐUR 56

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.