Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1980, Side 69

Frjáls verslun - 01.02.1980, Side 69
Alternator hf i | ^ V vB •n 11 f' % « m\ Mest að gera í viðgerðum á raftækjum Fyrirtækið Alternator hf hef- ur um árabil framleitt rið- straumsrafala fyrir skip og báta. Nú hefur sú breyting orðið á að bátum af þeirri stærð sem nota slík tæki hefur sífellt verið að fækka á undan- förnum árum og því hefur framleiðslan dregist saman en þess meiri áhersla verið lögð á viðgerðir á alhliða raftækjum, þó sérstaklega fyrir útgerðina. Þegar blaðamenn komu í fyrir- tækið var verið að framleiða rafeindastýrða startrofa fyrir jafnstraumsmótora en eftir- spurn eftir þeim tækjum hefur verið töluverð að undanförnu. Alternator hf hefur yfir full- komnu renniverkstæði að ráða og gerir það fyrirtækinu kleift að vinna á einum og sama stað allt sem til þarf í sambandi við endurbyggingu á rafmótorum. Eyjólfur Þórarinsson forstjóri sagöi að þeir byggðu á um 40 ára reynslu sinni af þjónustu á sviði jafnstraums og rið- straums fyrir útgerðina og önnur framleiðslufyrirtæki. Nú væri ætlunin aó koma upp um- boðsaðilakerfi víöa úti á lands- byggðinni í sambandi við við- gerðirnar og sagðist hann leggja aöaláhersluna á að veita nógu fljótvirka þjónustu. Það væri tíminn sem mestu máli skipti nútildags fyrir útgeröina og viðgerðir væru aldrei nógu hratt unnar. ,,Það sem útgeró- armennirnir meta mest“, sagði Eyjólfur, ,,er að fá vandaða þjónustu á sem allra skemmst- um tíma, en það er einmitt það sem við teljum okkur geta veitt“. Eyjólfur sagði að þótt við- gerðirnar væru aðalstarfs- sviðið þá væri alltaf verið að kanna möguleika á einhvers konar framleiðslu sem yrði þá hlióargrein um leið og ekki vantaði hugmyndirnar, hins- vegar væri nú fjármagnsskort- urinn sá hjalli sem erfiðast væri að klífa í sambandi við nýja framleiðslu, en ekki væri ástæða til annars en að vinna að málunum, ööru vísi yrði enginn árangur. 65

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.