Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 8

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 8
STIKLAÐ A STORU... Tækniaðstoð við sælgætisiðnað Iðntæknistofnun fslands hefur hug á að auka tækniþjónustu við sælgætisiðnað. Hefur stofnunin leitað til bresks sérfræðings, John Weekes að nafni, til að vera henni til ráðuneytis við skipulagningu og uppbyggingu slíkrar tækniþjón- ustu. Mr. Weekes hefur að baki áratuga starf í sælgætisiðnaði, en vinnur nú sem ráðgjafi á vegum British Executive Services Overseas. Hann dvaldist hér á landi í janúar s.l. og heimsótti þá flest ís- lensk sælgætisfyrirtæki. Kynnti hann sér rekstur fyrirtækjanna og framleiðslu þeirra og kannaði þarfir þeirra fyrir sérfræðiaðstoð á sviði rekstrar- og framleiðslustjórnunar. Hann mun skila tillögum sínum til Iðntæknistofnunar innan skamms. Heimsókn Mr. Weekes var skipu- lögð í samvinnu við Félag íslenskra iðnrekenda. Norræn menningar- kynning vestanhafs Haustið 1982 er fyrirhugað aö fram fari norræn menningarkynn- ing í Bandaríkjunum og mun hún bera heitið „Scandinavia Today". Einn þáttur í þessari kynningu mun fjalla um iönhönnun og þátt hennar í umhverfismótun. Iðnaðarráðu- neytið hefur nú skipað nefnd til að undirbúa þátttöku íslands í sýning- unni og jafnframt til að kanna, með hvaða hætti slík þátttaka gæti orðið til framdráttar útflutningi íslenskrar iðnaðarvöru á þessum markaði. I nefndinni eiga sæti fulltrúar frá eftirtöldum aðilum: Útflutningsmið- stöð iðnaðarins, Félagi íslenskra iðnrekenda, Félaginu Listiðn, Iðn- tæknistofnun og Landssambandi iðnaðarmanna. Auk þess situr Stefán Snæbjörnsson innanhúss- arkitekt, í nefndinni og er hann jafnframt starfsmaður hennar. Hönnun flugstöðvar í Keflavík Byggingarnefnd Flugstöðvar á Keflavíkurflugvelli óskaði eftir við Almennu verkfræðistofuna h.f., Fjarhitun h.f. og Rafhönnun h.f. að þessar verkfræðistofur gengju til samninga um verkfræðihönnun flugstöðvarbyggingarinnar og tengdra mannvirkja. Fóru fulltrúar þessara fyrirtækja til Bandaríkjanna í janúarlok til að kynna sér fyrirhugaða mannvirkja- gerð og hefja samninga um hönn- unina við byggingarnefnd og þá ameríska aðila, sem fyrir bygging- unni munu standa. Eins og fram hefur komið í fjöl- miðlum er talið aö um 30% hönnun sé lokið. Islensku fyrirtækin ásamt Húsa- meistara ríkisins, sem annast mun arkitektahönnun byggingarinnar í samstarfi við ameríska arkitekta- fyrirtækið Shriver & Holland, gerðu kröfu um að þeim yrði í sameiningu falin 60—65% af þeirri hönnun sem eftir er og varð um það samkomu- lag með aðilum. Jafnframt varð samkomulag um að íslensku ráðgjafarnir færu yfir og endurskoðuðu 30% hönnun amerísku fyrirtækjanna með tilliti til íslenskra byggingarvenja, staðla og reglugerða. Verkefnaskipting milli hönnuða er ákveðin svo og fyrirkomulag stjórnunar og samræmingar hönn- unarinnar. Stefnt er að því að Ijúka samn- ingagerð um hönnunina um miðjan mars, en þá skal endurskoðun ís- lensku hönnuðanna lokið. Aðstoð við kaup, sölu eða skipti notaðra véia og tækja Landssamband iðnaðarmanna hefur nú nýlega ákveðið að bjóða félögum sínum að birta tilkynningar endurgjaldslaust í Fréttabréfi Landssambandsins vilji þeir kaupa, selja eða skipta á notuðum tækjum og/eða vélum. Ætlunin er, að Fréttabréfið komi út u.þ.b. einu sinni í mánuði, og að þessar til- kynningar verði fastur liöur meðal efnis þess, auðvitað þó með þeim fyrirvara, að félagarnir vilji notfæra sér þjónustuna. Um nánara fyrirkomulag er það að segja, aö þeir, sem vilja kaupa eða selja hafi samband símleiðis eða bréflega við Hlöðver örn Óla- son, tæknifræðing, starfsmann Landssambands iðnaöarmanna, og gefi honum sem greinarbesta lýsingu á því tæki, sem viðkomandi vill kaupa eða selja, verðhugmynd- ir, greiðslukjör o.s.frv. Jafnframt taki þeir fram, hvort einhvers konar skipta sé óskað. Starfsmaður Landssambandsins mun leitast við eftir föngum að aðstoða menn við verölagningu tækjanna, verði eftir því leitað. Lýsing þeirra véla og tækja, sem félagar vilja kaupa eða selja, verður síðan birt í Fréttabréf- inu. Nöfn aðila verður ekki birt sé þess sérstaklega óskaö. Vilji les- endur svo sýna kaup- og sölutll- boðum frekari áhuga, þá snúi þeir sér til starfsmanns Landssam- bandsins um frekari upplýsing- ar eða eftir atvikum beint til aug- lýsendanna sjálfra. 8
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.