Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 36

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 36
sérefni HVAÐ KOSTAR AD BYGGJA EINBÝLISHÚS ? Við ætlum að koma upp einbýlishúsi á þessum síðustu og verstu tímum. Við þurfum hús með fjórum svefnherbergjum, vinnuaðstöðu fyrir húsbóndann og það verður að vera hægt að koma nokkuð stórum vefstói fyrir á hentugum stað. Við þurfum bílskúr og sæmilegar geymslur. Og hvernig hús ætlum við að byggja? Fyrir valinu hefur oröið hús sem er á einum fleti 140 fermetrar ásamt 50 fermetra bílskúr. Nettóíbúðarflöt- ur fellur innan þess ramma sem leyfir hámarkslán frá Húsnæðismálastofnun ríkisins. Samið hefur verið um kaup á tréeiningahúsi sem er þannig útfært að hugs- anlega má bæta við það útbyggingu án mikillar fyrir- hafnar síðar meir. Sú viðbygging yrði um 50 fermetr- ar. Og þá byrjar ballið. Þar sem heppnin var með tókst að fá lóð í Garðabæ. Hún er um 900 fermetrar. Lóðin er á sléttlendi þannig að ekki fer mikill peningur í að breyta henni. Niöur á fast er um 1 metri. Ákveðið var aö hafa fljótandi plötu, en það þýðir að fyrst eru sökklarnir steyptir og húsinu komið fyrir á þeim en platan steypt og vélpússuð í heilu lagi áður en inn- veggir eru settir upp. Okkur reiknast að við spöruðum um 400 þúsund krónur á þennan hátt. Lóð, gatnagerðargjald, heimtaugar kr. 9.200.000 Allarteikningar af húsinu kr. 1.250.000 Samtals 1. áfangi kr. 10.450.000 Einingahúsaframleiðandi gerði fast tilboð eftir teikningunni og það reyndist vera: Allar einingar og annar búnaður þannig að húsið er tilbúið að öðru leyti en því að eldhúsinnréttingu, skápa, sólbekki, hreinlætistæki og lagnir, ofna og heimilistæki vantar. Fast verð með söluskatti kr. 19.130.000 Uppsetning kr. 5.300.000 Grunnur og sökklar kr. 5.800.000 Samtals 2. áfangi kr. 30.230.000 Nú erum við komin í 39,4 miljónir tæpar. Það sem eftir er er hitakerfi, innréttingar, hreinlætistæki, platan, frágangur á lóð og málning, flísar o.fl. Okkur er sagt af nágrönnum að það sé fremur sjaldgæft að sleppa jafn ódýrt og við gerðum með grunninn og sökklana. Náunginn hinum megin göt- unnar er langt kominn með einingahús sem byggt er á tveimur pöllum þannig að gengið er niður í stofuhlut- ann. Hann hafði lent á verktaka sem stóð ekki við neitt af því sem samið hafði veriö um, seinkun hafði orðið á fjórða mánuð og honum reiknaðist svo til að grunn- urinn, sökklarnir og platan væri komið á áttundu miljón hjá sér. Á hinn bóginn festi hann kaup á einingahúsinu sínu í júní 1979 og greiddi þá um 14 miljónir fyrir það án uppsetningar, en sú vinna kostaði hann um 4 miljónir, húsið hans kostaði því 18 miljónir uppkomið fyrir utan grunn og sökkla, lóð og gatna- gerðargjöld. f Garðabæ er hitaveita og því ekki um marga kosti að velja í sambandi við upphitunina sem betur fer, liggur manni við að segja. Ofnateikning var með í teikningapakkanum. Með hana fórum við í nokkrar ofnasölur og báöum um tilboð. Það kom í Ijós að verulegur verðmunur er á miðstöðvarofnum og án efa er einnig gæðamunur á þeim eins og öðrum vörum. En nú var alvarlega farið aö grynnka í buddunni svo að ekki var um annað að velja en þá ódýrustu á markaðinum. Þegar til átti aö taka kom hinsvegar í Ijós að ódýrustu ofnarnir pöss- uðu okkur ekki þar sem engin þeirra gerða sem boðin var reyndist nógu iág til þess að komast fyrir undir stofuglugganum sem nær svo að segja niður í gólf, aðeins 15 cm bekkur er fyrir neðan gluggann. Það varð því úr að við völdum dýrari ofna, en stofuofninn er lágur og langur með s.k. flatarauka. Allir ofnarnir kostuðu samanlagt með söluskatti kr. 930.000 Annað efni og vinna við ofna kr. 810.000 Neysluvatnslagnir kr. 685.000 Samtals 3. áfangi kr. 2.425.000 36
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.