Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 61

Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 61
kemur a markaðinn Samband ísl. samvinnufelaga ræður fyrir 700 þúsund gærum, Sláturfélag Suðurlands yfir 200 þúsund gærum og minni sláturhús utan þessara tveggja stórfyrir- tækja þá afgangnum eða liðlega 100 þúsund gærum. Sambandið rekur mikla sútun- arstöð á Akureyri og er skiljanlega í góðri aðstöðu á markaði þar sem segja má að barizt sé um hverja gæru sem til fellur. Jón Ásbergs- son sagði að Loðskinn h.f. fengi ákveðiö magn á hverju hausti, eitthvað um 250 þúsund gærur, en fullunnar fara gærurnar aðallega til útflutnings. Hver gæra leggur sig á um 10 þúsund krónur fullunnin, þ.e. gæran þrefaldast í verði frá því að bóndinn selur hana. Gærurnar snurfusaðar fyrlr næsta fram Frá Idi Amin til Sauðárkróks Eins og fyrr sagði starfa 30 manns hjá Loðskinni h.f., fram- leiðslustjóri er Oddur Eiríksson (Ásgeirssonar forstjóra Strætis- vagna Reykjavíkur), ungur maður og vel menntaður í sínu fagi. Þá hefur fyrirtækiö notið um hríð krafta Frakkans J.R. Giannone sem er ítalskrar ættar en kemur frá Lyon. Hann starfaði viö sútun í 25 þúsund manna bæ í Uganda með- an harðstjórinn Idi Amin var þar við völd. Giannone kveðst hafa verið í hópi 7 hvítra manna í bæn- um og hafi samstarfið við heima- menn verið sérlega gott. Hann hafi séð eftir að þurfa að yfirgefa land- ið, en hinsvegar væri prýðilegt að vera á Sauðárkróki. Hús Loðskinns h.f. er mikil bygging, 3600 fermetrar, enda þarf mikið pláss á haustin, þegar megnið af gærunum kemur til verksmiðjunnar. Eigendur Loðskinns h.f. eru þeir Pálmi Jónsson í Hagkaup, Eyjólfur Konráð Jónsson, Bjarni V. Magnússon í íslenzku útflutnings- miðstöðinni, Björgvin Ólafsson og Ásberg Sigurðsson lögfræðingur. Launagreiðslur yfir 100 milljónir Velta fyrirtækisins á síðasta ári var rétt um milljarður, en í launa- greiðslur fóru um 100 milljónir króna. „Þetta hefur gengið nokk- uð vel síðustu árin,“ sagði Jón Ásbergsson, — „en kannski nokk- uð tregar eftir verðhækkunina á gærunum hér á síðastliðnu hausti. Hækkunin var 60% hér innanlands miðað við dollar, og á utanlands- markaði um 40%. Erlendu kaup- endurnir eru óvanir slíkum risa- stökkum og una slíku illa,“ sagði Jón Ásbergsson. 61

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.