Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 82

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 82
til umrædu Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka — eftir Pétur J. Eiríksson Um þessar mundir eru viðskipta- bankarnir að birta almenningi ársreikn- inga sína, en slík tækifæri hafa leitt huga manna að vandamálum bankakerfisins og þá helzt að tveimur þáttum þess: slæmri stöðu Útvegsbankans og sam- einingu hans og Búnaðarbankans. Allt frá árinu 1972 þegar nefnd mæt- ustu bankamanna mælti með samein- ingu þessara tveggja banka hafa um- ræður spunnist um þetta mál. Benti nefndin á að töluverð óhagkvæmni væri ríkjandi í bankakerfinu og að mikið skorti upp á að þjónustuafköst þess væru í fullu samræmi við þann mannafla og^ fjármagn sem notað er til að framleiða þessa þjónustu. Taldi nefndin að sam- eining Búnaðarbankans og Útvegs- bankans annars vegar og sameining hlutafélagabanka hins vegar gæti orðið til að auka hagkvæmni. En þrátt fyrir þessa niðurstöðu nefndarinnar hefur sameiningu ekkert þokað. Er fyrst og fremst um að kenna andstöðu meðal Búnaðarbankamanna. Ráða þar bæði persónuleg málefni varðandi starfsfólk og bankastjórn og lítill áhugi á að taka við vandamálum Útvegsbankans, sem er að mörgu leyti skiljanlegur. A meðan Búnaðarbankinn hefur vax- ið banka hraðast og átt góða afkomu hefur Útvegsbankinn staðið mjög höll- um fæti undangengin ár eða áratugi. Virðist fátt hafa verið til ráða honum til hjálpar. Ástæðan fyrir þessu er ekki sú að Búnaðarbankanum sé svo afburða vel stjórnað eða Útvegsbankanum svo illa stjórnað. Síður en svo. Útvegsbankinn hefur frá öndverðu verið bundinn á klafa sjávarútvegs og fyrir þann ósið stjórnmálamanna að finna sér stöðugt eftirlætisatvinnuvegi hefur sjávarútvegurinn löngum búið við betri lánskjör en flestir keppinautar hans um fjármagnið. Þetta hefur lagt miklar byrðar á Útvegsbankann sem ekki hefur verið frjáls af að lána þangað sem vextir eru hæstir. Þetta vandamál verður þó ekki úr sögunni þó að umræddir bankar verði sameinaðir. Þau munu aðeins færast yfir á hinn nýja banka, nema bönkum verði gert frjálst að ákveða kjör sín í samræmi við framboð og eftirspurn eftir fjár- magni. Ef sameining jafnhliða öðrum hag- ræðingum innan bankakerfisins gæti hins vegar bætt þjónustu þess við ein- staklinga og fyrirtæki og jafnframt aukið hagkvæmni þá ætti hún skilyrðislaust að eiga sér stað. Önnur sjónarmið ættu ekki að ráða í þessu sambandi. 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.