Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 32

Frjáls verslun - 01.03.1980, Blaðsíða 32
Hjá Félagi íslenskra iðnrekenda eru 10 starfsmenn, þar af þrír við- skiptafræðingar, einn hagfræð- ingur, einn iðnaðarverkfræðingur og einn tæknifræðingur. Á síðasta ári var velta félagsins 140 miljónir króna og var megin- hluti teknanna féiagsgjöld tæp- lega 200 félagsmanna. Þau eru tvenns konar: beinar greiðslur fé- lagsmanna og iðnaðarmálagjald, sem öll félög í iðnaði greiða. Það gjald er innheimt með iðnlána- sjóðsgjaldi. Samtals nema þessi gjöld 75% tekna félagsins. Aðrar tekjur koma af seldri þjónustu og styrkjum til einstakra verkefna úr ýmsum sjóöum. Breytt verkefnaskrá Valur Valsson framkvæmda- stjóri Fíl sagði í samtali við Frjálsa verslun, að framan af hefði aðal- verkefni félagsins verið að sinna hagsmunum fyrirtækja gagnvart opinberum aöilum. Þá hafi tíminn að mestu farið í tollamál og verð- lagsmál. ,,í dag hefur þetta breyst svolít- ið“, sagði hann. „Ennþá fer mjög mikill tími í að sinna aöbúnaði iðn- fyrirtækja og reyna að skapa eðli- legt umhverfi fyrir iðnaðinn. En að auki er nú lögð áhersla á aðgerðir til að aðstoða fyrirtækin inn á við. Þaö felst í ýmiss konar tækniráð- gjöf og rekstrarráðgjöf." „Aukin áhersla á aðstoð við fyrirtækin inn á við” — segir Valur Valsson, framkvæmdastjóri Félags ísl. iðnrekenda Fatnaður og sælgæti Á síðasta ári sagði Valur, að sérstakt átak hafi verið gert í fata- iðnaðinum til framleiðniaukningar. Það starf væri enn í fullum gangi og væri það unniö í samvinnu við Iðntæknistofnun með styrk frá Iðnþróunarsjóöi. Hefði þegar náðst afar merkilegur árangur af þessu starfi. Nú er einnig lögð sérstök áhersla á sælgætisiðnaðinn. Eftir 1. apríl þarf hann að mæta toll- frjálsri samkeppni og er ætlunin að gera fyrirtækin betur í stakk búin til að mæta þeirri samkeppni. Þá er fyrirhugað að gera átak í að koma á útflutningi húsgagna í samvinnu við ýmsa opinbera aðila. Liður í því verður kynnisferð hús- gagnaframleiðenda til Finnlands. Og loks er á döfinni að vinna að endurbótum í rafiðnaði og þá sér- staklega rafeindaiðnaði. Erlendir keppinautar „Vaxandi áhersla er lögð á að félagið fylgist með aðbúnaði er- lendra fyrirtækja," sagði Valur. „Viö teljum nauðsynlegt að koma í veg fyrir aögerðir, sem skekkja allt tal um fríverslun. Það hefur verið slælega staðið að skoðun þessara mála, en nú hefur orðið breyting þar á. Á þessu ári hefst loks innan EFTA alvörukönnun á styrktarað- gerðum. Við þurfum að leggja mikla vinnu í að fylgja því eftir. Við getum ekki keppt við ríkissjóði þessara landa." Fjölgun félagsmanna Valur sagði, aö mörg fyrirtæki í iðnaði stæðu enn utan félagsins, en nytu þó að mörgu leyti góðs af starfi þess. Nú væri ætlunin að reyna að fjölga félagsmönnum, m.a. til að vega upp á móti hækk- uðum félagsgjöldum til Vinnuveit- endasambandsins. Hinar nýju gjaldareglur sam- bandsins hafa þau áhrif, að þegar þær verða að fullu komnar til framkvæmda, munu árleg félags- gjöld félagsmanna F(l til VSÍ fjór- faidast. Á síðasta ári voru þau 11 miljónir króna, en verða um 40 miljónir miðað við sama verðgildi. Valur sagði, að vegna þessa myndu heildarfélagsgjöld verða að hækka eitthvað frá því sem nú er. 32
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.