Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 82

Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 82
til umrædu Sameining Búnaðarbanka og Útvegsbanka — eftir Pétur J. Eiríksson Um þessar mundir eru viðskipta- bankarnir að birta almenningi ársreikn- inga sína, en slík tækifæri hafa leitt huga manna að vandamálum bankakerfisins og þá helzt að tveimur þáttum þess: slæmri stöðu Útvegsbankans og sam- einingu hans og Búnaðarbankans. Allt frá árinu 1972 þegar nefnd mæt- ustu bankamanna mælti með samein- ingu þessara tveggja banka hafa um- ræður spunnist um þetta mál. Benti nefndin á að töluverð óhagkvæmni væri ríkjandi í bankakerfinu og að mikið skorti upp á að þjónustuafköst þess væru í fullu samræmi við þann mannafla og^ fjármagn sem notað er til að framleiða þessa þjónustu. Taldi nefndin að sam- eining Búnaðarbankans og Útvegs- bankans annars vegar og sameining hlutafélagabanka hins vegar gæti orðið til að auka hagkvæmni. En þrátt fyrir þessa niðurstöðu nefndarinnar hefur sameiningu ekkert þokað. Er fyrst og fremst um að kenna andstöðu meðal Búnaðarbankamanna. Ráða þar bæði persónuleg málefni varðandi starfsfólk og bankastjórn og lítill áhugi á að taka við vandamálum Útvegsbankans, sem er að mörgu leyti skiljanlegur. A meðan Búnaðarbankinn hefur vax- ið banka hraðast og átt góða afkomu hefur Útvegsbankinn staðið mjög höll- um fæti undangengin ár eða áratugi. Virðist fátt hafa verið til ráða honum til hjálpar. Ástæðan fyrir þessu er ekki sú að Búnaðarbankanum sé svo afburða vel stjórnað eða Útvegsbankanum svo illa stjórnað. Síður en svo. Útvegsbankinn hefur frá öndverðu verið bundinn á klafa sjávarútvegs og fyrir þann ósið stjórnmálamanna að finna sér stöðugt eftirlætisatvinnuvegi hefur sjávarútvegurinn löngum búið við betri lánskjör en flestir keppinautar hans um fjármagnið. Þetta hefur lagt miklar byrðar á Útvegsbankann sem ekki hefur verið frjáls af að lána þangað sem vextir eru hæstir. Þetta vandamál verður þó ekki úr sögunni þó að umræddir bankar verði sameinaðir. Þau munu aðeins færast yfir á hinn nýja banka, nema bönkum verði gert frjálst að ákveða kjör sín í samræmi við framboð og eftirspurn eftir fjár- magni. Ef sameining jafnhliða öðrum hag- ræðingum innan bankakerfisins gæti hins vegar bætt þjónustu þess við ein- staklinga og fyrirtæki og jafnframt aukið hagkvæmni þá ætti hún skilyrðislaust að eiga sér stað. Önnur sjónarmið ættu ekki að ráða í þessu sambandi. 82

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.