Frjáls verslun - 01.03.1980, Síða 9
Finnsk fatatíska
á íslandi
Fataverksmiðjan Hekla á Akur-
eyri hefur fengið aðgang að fata-
hönnun á vegum finnska sam-
vinnusambandsins SOK. Þetta fer
þannig fram, að Hekla fær að velja
úr þeim flíkum, sem SOK framleiðir,
og kaupir síðan höfundarrétt og
snið til að framleiða þessar flíkur
hér á landi. Nú þegar er verksmiðj-
an byrjuð að framleiða talsvert af
flíkum til innanlandssölu eftir þessu
samkomulagi, og eru það aðallega
úlpur, jakkar og buxur á börn og
táninga, þ.e. fyrst og fremst þær
flíkur sem fylgja tískunni, en ekki
vinnuföt. Hefur í þessu efni tekist
mjög gott samstarf við finnska
samvinnusambandið, og eru jafn-
vel horfur á að á þessu ári geti hér
orðið um að ræða framleiðslu að
verðmæti um 500 milj. kr. SOK á
eina af fjórum sníðagerðartölvum
sem til eru í Finnlandi, sem gefur
mjög góða tryggingu fyrir því að
sniðin séu rétt. Einnig flytja þeir
mjög mikið út, svo að fatnaður
þeirra er sniðinn eftir vaxtarlagi
Norður-Evrópubúa almennt.
Tokyo — ný verslun
Nýlega var opnuð í Hafnarstræti
21, Fleykjavík, ný sérverslun, sem
heitir Tokyo og er þar verslað með
japanskar gjafavörur. Áhersla er
lögð á að hafa á boðstólum fyrsta
flokks gjafavörur, sem Japanir eru
frægir fyrir að framleiða, svo sem
perluskartgripi, handmálaða
postulínsvasa, -platta og -borð-
búnað o.m.fl. Þá eru einnig á boð-
stólum vinsæl, hefðbundin japönsk
leikföng. Stefnt er að því að hægt
verði að fá í versluninni flestar
hefðbundnar japanskar vörur.
Þá er rétt að nefna apadúkkurnar
vinsælu „Monsa" og „Monsu”,
sem hafa hrifið börn og jafnvel full-
orðna um allan heim. Apadúkkur
þessar hafa selst best af öllum
dúkkum í Japan, og njóta auk þess
geysilegra vinsælda í Vestur—
Þýskalandi, Sviss, (talíu, Austurríki,
írlandi og Bandaríkjunum að sögn
forráðamanna verslunarinnar
Tokyo. Um síðustu jól seldust þær
t.d. upp í Þýskalandi, þ.e. 400.000
stk. og voru þá strax pantaðar aftur
600.000 stk., frá því eina landi.
Samnefnt hlutafélag, Tokyo hf.,
rekur verslunina og er fram-
kvæmdastjóri Miyako Þórðarson.
FUNA
OFNAR
ÍSLENZKIR OFNAR
STERKIR OG
STÍLHREINIR
FUNA
OFNAR
Voru prófaðir hjá Iðntækni-
stofnun íslands samkvæmt
íslenzkum staðli. ÍST 69.1.
Hluti 1. stálofnar, fyrstir ofna
og stóðust þeir prófunina.
GOTT
VERÐ
stuttur afgreiðslufrestur,
góð kjör, leitið tilboóa.
Framleiðum einnig:
Duna-forhitara fyrir hitaveit-
ur, sterka og fyrirferðarlitla
og að auki ódýrar Funa-
hitatúpur fyrir rafmagns-
kyndingu, með eða án
stjórntækja.
FUNA
OFNAR
HVERAGERÐI
AUSTURMÖRK 9 — SlMI 4454