Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 11

Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 11
ordspor Geysileg ólga hefur gert vart við sig meðal starfsmanna kaupféiaganna um land allt og óbreyttra félagsmanna þeirra vegna reksturs sölubúðar fyrir starfs- menn Sambandsins í Holtagörðum í Reykjavík. Þar getur fólk valið úr hillum og greitt fyrir vörurnar algjört lág- marksverð með því að framvísa starfs- mannapassa Sambandsins. Fer þetta fyrirkomulag mjög í taugamar á félags- mönnum í samvinnufélögum úti um land, sem geta ekki gert viðskipti í þessari kjarabúð en verða að láta sér lynda að kaupa vöruna með flutningskostnaði og söluskatti á flutningskostnað sem bætist við almennt búðarverð eins og það gerist í höfuðborginni. Félagsmenn í kaupfé- lögunum benda líka á að kostnaði af rekstri þessarar starfsmannaverzlunar sé velt yfir á kaupfélagaverzlanirnar úti um land, en þær eiga við mikla afkomu- örðugleika að stríða um þessar mundir. • Nokkur óvissa ríkir um framhaldið hjá samtökunum Viðskipti og verzlun. Pétur Sveinbjarnarson, sem verið hefur fram- kvœmdastjóri þeirra, ernú á förum ogþað allmiklu fyrr en menn áttu von á. Meðal fyrstu verkefna samtakanna er auglýsing fyrir heildverzlunina, sem birtzt hefur í blöðum og sjónvarpi. Sagt er að sú kynn- ingarherferð hafi kostað um 8 milljonir króna. Eftirmaður Péturs hefur ekki verið ráðinn enn. Um leið og kvisazt hefur út, hver vœri í myndinni, hafa aðrir krœkt í viðkomandi og ráðið til starfa. Þannig var nánast búið að ráða Ellert Schram til samtakanna, þegar Vísir kom í spilið. Jón Ormur Halldórsson var næstur í röðinni. En þá þurfti Gunnar Thoroddsen að nœla í Jón og gera að aðstoðarmanni sínum. Af tillitssemi við Viðskipti og verzlun mun- um við fara með það sem mannsmorð, hver einkanlega er orðaður við fram- kvœmdastjórastöðuna núna. • Sælgæti verður á frílista frá og með 1. apríl og er þar með uppfyllt ákvæði í EFTA-samningi. Leggst þá niður sú regla að aðilar í viðskiptaráðuneytinu úthluti innflutningsleyfum fyrir þessari vöru til einstakra fyrirtækja. Ýmsar sög- ur hafa verið sagðar af þessum leyfis- veitingum og ekki laust við að sumum hafi fundizt þær lykta af spillingu. For- ráðamenn Verzlunarráðs íslands hafa allavega gert ítrekaðar tilraunir til að fá yfirlit frá ráðuneytinu um úthlutun þessara sælgætisleyfa en aldrei fengið nein svör önnur en munnleg skilaboð um að ráðuneytið hefði ekki heimild til að gefa upp nöfn fyrirtækjanna á gotterís- listanum. Nokkur vafi er talinn leika á því, að Pétur Thorsteinsson bjóði sig fram í forseta- kosningunum en framboð hans hefur h/otið drœmar undirtektir í þeim skoð- anakönnunum, sem fram hafa farið und- anfarið víðsvegar um landið. Þessar kannanir gefa til kynna, að slagurinn standi fyrst og fremst milli Guðlaugs Þorvaldssonar og Vigdísar Finnboga- dóttur. Konur hafa sérstaklega sýnt framboði Vigdísar áhuga. Að undanförnu hefur þátttaka Vigdísar í störfum her- stöðvaandstœðinga verið rífjuð upp og mun það eflaust gera henni erfitt um vik, þar sem kjósendur hafa almennt litið á Vigdísi sem algjörlega ópólitiskan fram- bjóðanda og viljað styðja hana í trausti þess. 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.