Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 23

Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 23
Meira framboð á húsnæði fyrir atvinnurekstur en íbúðir Mikill mismunur er nú ríkjandi á leigumarkaðnum hvað varðar atvinnuhúsnœði og íbúðarhúsnceði. Á meðan fólk leitar í örvœntingu fyrir sér um leigu á íbúð, er oft erfitt að leigja út atvinnuhúsnœði. Ástœður þessa eru sjálfsagt margþættar, en ein þeirra er efalaust sú, að útleiga atvinnuhúsnœðis gefur mun betri arð en útleiga íbúðarhús- nœðis. Múlahverfið og miðbærinn Leigan fyrir atvinnuhúsnæði er nú á bilinu frá 1.400 krónur fyrir hvern fermetra á mánuði og upp í rúmar 7.000 krónur. Mest fer leig- an eftir því hvar húsnæðiö er staðsett, en hún er líka mismun- andi eftir því hvar í húsinu það er. önnur og þriðja hæð gefa til dæmis ekki eins mikið af sér og götuhæðin. Verðmætustu hverfin í Reykja- vík og nágrenni eru miðbærinn og Múlahverfið. Fyrir verslunarhús- næði við Laugaveginn þarf yfirleitt að greiða mjög háa leigu. Algeng- ast mun vera, að hver fermetri þar kosti 5.000—7.000 krónur á mán- uði. Skrifstofuhúsnæði í miðbænum er talsvert ódýrara, en 3.000 krón- ur á mánuði fyrir fermetrann mun vera það sem oftast er sett upp. Margfaldar tekjurnar íbúðarhúsnæði er leigt út með mjög mismunandi kjörum og virð- ist leigan ekkert fara eftir stað- setningu íbúöarinnar. Fyrirþriggja herbergja íbúð getur leigan verið allt frá 20.000 krónum á mánuði og upp í 150.000 krónur. Fólk hefur enga viðmiðun og eftirspurnin eftir húsnæði veldur því þessum mikla mismun. Þótt fólki finnist oftast að leiga fyrir íbúðir sé allt of há, gefur hún samt engan veginn eins miklar tekjur og unnt er að hafa af at- vinnuhúsnæöi. Tökum sem dæmi samanburð á 100 fermetra íbúð, sem leigð er út á 80 þúsund krónur á mánuði, og 100 fermetra atvinnuhúsnæði. 80 þúsund fyrir slíka íbúð er það, sem talið er sanngjarnt núna. En það eru 1.500 krónur fyrir fermetrann af atvinnuhúsnæði líka talið. Atvinnuhúsnæðið gæfi þannig nær helmingi meira af sér á mán- uöi. En þar með er sagan ekki öll. Atvinnuhúsnæðinu fylgja engin teppi né innréttingar. Slíkt verður að vera fyrir hendi í íbúðinni. Ef ætti aö selja íbúðina, myndi hún kosta um 40 milljónir króna. Atvinnuhúsnæöiö kostaöi hins vegar aðeins um 17 milljónir. Maður sem ætti ofangreinda íbúð gæti því selt hana og keypt sér tvöfalt stærra atvinnuhúsnæði, sem hann síðan leigði út fyrir 300 þúsund krónur á mánuði. Þar með hefði hann nær fjórfaldað tekjur sínar án þess að kosta neinu til. Fleiri ástæður Þetta skýrir þó ekki að öllu leyti hvers vegna framboðið er svona mikið meira af atvinnuhúsnæði. Stefna bæjarfélaganna á höfuð- borgarsvæöinu í byggingamálum á sinn þátt í þessu. Síðustu fimm árin hefur mjög mikið verið byggt af atvinnuhús- næði. Stór hverfi hafa risið upp á skömmum tíma á Ártúnshöfða, í Kópavogi og Hafnarfirði. Á sama tíma hefur veriö skortur á lóðum undir íbúðarhús, sérstak- lega í Reykjavík. Ný lög Og enn eina ástæðu fyrir litlu framboöi á íbúðarhúsnæði má ef til vill rekja til nýrra laga um gerð húsaleigusamninga, sem tóku gildi 1. júní 1979. Þessi lög hafa lítið sem ekkert verið kynnt ennþá, þótt í þeim sé ákvæði um að Félagsmálaráðuneytið eigi að sjá um kynningu þeirra. En eflaust hefur það ekki komist í fram- kvæmd þar sem enn hefur ekki verið veitt fé til þessara hluta á fjárlögum. Hingað til hefur mönnum veriö nokkurn veginn í sjálfsvald sett hvort og hvernig þeir gerðu leigu- mála sín á milli. Nú er öllum skylt’ aö gera skriflegan samning um leiguna og auk þess þarf að fylgja ýmsum formsatriðum varðandi uppsögn leigutíma. Þessi skilyrði, ásamt með skorti á upplýsingum um innihald lag- anna, hafa leitt til þess, að fólk er tregara til að leigja út íbúðir sínar. Þorsteinn Steingrímsson hjá Fasteignaþjónustunni sagði í samtali við Frjálsa verslun, að hann hefði orðið var við að fólk væri aö selja íbúðir, sem það hefði áður leigt út. Eins kvaðst hann vita um nokkrar íbúöir, sem stæðu tómar vegna þess að fólk þyrði ekki að leigja út. 23

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.