Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 31

Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 31
Þorstolnn Pálsson slakar á stundarkorn á skrifstofu slnnl. Aukin upplýsingamiðlun efst á stefnuskrá Vinnuveitendasambands íslands Hjá Vinnuveitendasambandi ís- lands starfa 12 manns. Þar eru þrír lögfræðingar, auk fram- kvæmdastjórans, tveir hagfræð- ingar og einn tæknifræðingur. Beinir meölimir sambandsins eru 60 talsins, en auk þess eiga 19 sérgreinafélög og 10 svæðafélög aöild að því. Félagsmenn eru því samtals um 4.000, eöa flestir at- vinnurekendur í landinu fyrir utan samvinnufélögin. f stórum dráttum er verksvið Vinnuveitendasambandsins sam- svarandi verksviöi Alþýöusam- bands íslands. Þar er komið inn á öll mál, sem snerta vinnumarkað- inn meö einhverjum hætti. Nokkrir veigamiklir þættir vinnumarkaðs- mála eru ákveðnir með lögum og reglugerðum og er því hluti starf- seminnar fólginn í umsögnum um lagafrumvörp og þátttöku við undirbúning lagasmíða. Á síðasta ári var velta VSÍ 180 miljónir króna. Þorsteinn Pálsson framkvæmdastjóri sambandsins sagði, að samtök atvinnuveganna hefðu í heild minni fjárráð en sam- tök launþega til vinnumarkaðs- starfsemi. Lítil aukning fyrst í stað Með nýjum gjaldareglum verða árgjöld tll VSI fyrir þriðja og fjórða ársfjórðung 1980 0,3% af heildar- launagreiöslum aðildarfélaga á síðasta ári. Árgjöld fyrir 1981 verða 0,35% og fyrir 1982 verða þau 0,4%. Miðað er við að fjórð- ungur árgjalda gangi í vinnudeilu- sjóð. Til þessa hafa beinir aðilar greitt 0,8% í árgjöld, en sérstakir samn- ingar hafa verið við sérgreinafé- lögin. Nú munu allir félagar, beinir og óbeinir, greiða sama hlutfall. Þorsteinn sagði, að fyrst í staö yröi ekki um umtalsverða aukn- ingu á árgjöldum að ræða og þar af leiðandi ekki veruleg breyting á starfseminni. ,,Við höfum mestan áhuga á að auka þjónustuna við aöildarsam- tökin varðandi túlkun og gerð kjarasamninga, ekki síst úti á landsbyggðinni," sagði hann. „Það er mikil þörf á að koma meiri upplýsingum um kjaramálin á framfæri, bæði til meðlimanna og eins út á við til almennings. Auk þess viljum við bæta að- stöðu okkar til hagrænnar upplýs- ingaöflunar, svo við getum rök- stutt betur afstöðu okkar í kjara- samningum." 31

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.