Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 39

Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 39
Einbýlishús úr stöðluðum einingum IHVERJU LIGGUR HAGKVÆMNIN? Þaö eru ekki mörg ár síðan timburhús áttu ekki upp á pallboröiö á íslandi. En nú er öldin önnur. Fólk er löngu hætt aö tala um eldhættu sem megin ástæðuna fyrir því að vilja ekki búa í timburhúsi. Staðreyndin er sú að með aukinni eldvarnatækni er eldhættan lítið meiri í timburhúsi en steinhúsi. Hins vegar talar fólk um aö timburhús sé mun þægilegra til að búa í en steinhús en um það kunna vissulega að vera skiptar skoðanir eins og um annað. Einingahúsaframleiðsla hefur stóraukist á síðari árum. Framleiðendur eru margir og mikil fjölbreytni er í framboði á slíkum húsum. Gagnstætt því sem einhver kynni að halda í fljótu bragði, þá þýðir hugtakið „staðlaðar einingar1' alls ekki að húsin sem slík séu stöðluð og því öll eins eða keimlík, þvert á móti getur fólk byggt einingahús nánast eftir því sem því sýnist. Staðlaðar einingar eru notaöar til þess aö raða saman á ólíkan máta og er þannig hægt að fá hús með svo til hvaða lagi sem er. Nú er talið að um þriðjungur af byggðum einbýlis- húsum á landinu séu einingahús framleidd í verk- smiðjum og fari hlutfallið stöðugt hækkandi. Ástæðan er sú að einingahúsin eru ódýrari en hús byggö úr steinsteypu og með mótum uppá gamla mátann. Byggingahraðinn vegur þyngst Þegar borin hafa verið saman einingahús og stein- hús hefur yfirleitt komið út aö einingahúsin eru um 30% ódýrari á því byggingarstigi sem kallast fokhelt. Þegar haft er í huga að kostnaðurinn við fokhelt hús er einungis um 33% af því sem húsið kostar fullgert þá er þetta eitt sér enginn teljandi sparnaður. Sé hús steypt upp á hefðbundinn hátt má gera ráð fyrir að það þyki hratt byggt ef húsið er fullklárað á einu ári. Þegar einingahús á í hlut hefur algengur byggingar- tími verið 3—4 mánuðirog þá miðað við fullgert. (50% verðbólgu þegar vextir af vaxtaaukalánum eru auk þess 42,5% þá þarf engan stærðfræðing til þess að sjá á augabragði að það er byggingartíminn sem ræður mestu um hagkvæmnina. Húsbyggjandi sem ver eigin fé og lánsfé að upphæð 30 miljónir til hús- byggingar á einu ári greiðir 9 miljónir á byggingar- tímanum í vexti sé reiknað með að meðalvextir á árinu séu 30% en einungis 3 miljónir á árinu af sömu upp- hæð í einingahúsi sem tekur 4 mánuði að fullklára. Hvað kostar einingahús? Svo furöulegt sem það er þá virðist næstum því ómögulegt að fá nokkrar marktækar upplýsingar um verð á þessum húsum uppkomnum. Af 3 framleiðendum sem við reyndum gat enginn þeirra, eða vildi, gefiö upp verð á húsinu fokheldu eða lengra komnu. Það verð sem þeir gáfu upp var verðið á einingunum frá verksmiðjunni. Þaö verð gefur svo til enga mynd af því hvað húsið kostar í raun og veru. Dæmi: 140 fermetra tréeiningahús ásamt 49 fermetra bílskúr frá framleiðenda í Reykjavík kostar fokhelt 11 miljónir rétt fyrir síðustu áramót, með innveggjum og fleiru kostar húsið 13,6 miljónir. Uppsetning er ekki innifalin en samkvæmt lauslegri áætlun var reiknað með því að hún myndi kosta um 4 miljónir. Þá er eftir aö greiða fyrir teikningar og engin leiö var að fá upp- gefið hvaða verð væri á þeim. Þegar sérfróður aðili var beðinn að reikna út hvað þetta hús myndi kosta með lóð, heimtaugum og sökklum og plötu, reiknast honum til að það kostaði um 35 miljónir í Reykjavík og þá tilbúið fyrir innréttingar. Á svipuöum tíma kostaði vísitöluhúsið á milli 50—57 miljónir fullklárað og því má sjá að eininga- húsiö hefði orðið verulega hagstætt. Annar framleiðandi á Norðurlandi sendi verðskrá þar sem verð voru nokkuð í stíl við það sem reykvíski framleiöandinn gaf upp. í verðskránni stendur hins- vegar að verð séu án söluskatts (engar upplýsingar um hve mikill hann sé í %) og einingarnar komnar á flutningstæki við verksmiðjudyr. (Ekkert látið uppi um flutningskostnað pr. þyngdareiningu og kílómetra). Þá segir neðan við verðskrána að uppsetningar- kostnaður sé ekki innifalinn í verðinu (engin vís- bending gefin um hver hann gæti hugsanlega orðið) og að teikningar séu ekki innifaldar í verðinu. (Að sjálfsögðu er ekkert látið uppi um það hvað teikningar kynnu að geta orðið stór kostnaðarliður). Það sama gilti um framleiðanda á Suðurlandi. Þar voru gefin upp verð sem enginn getur áttað sig á. Til hvers er allur þessi skollaleikur? Af okkar kynnum af íslenzkum markaði minnumst við þess ekki að hafa nokkru sinni hitt á framleiðendur svo gjörsamlega vanbúna til þess að svara jafn sjálf- sagðri spurningu kaupandans eins og þeirri hve mik- ið varan kosti eins og framleiðendur einingahúsa. Það er engu líkara en að einföldustu atriði markaðs- tækninnar séu alveg óþekkt meðal þessara aðila við- skiptalífsins. Einhver mundi eflaust hugsa sem svo að einfalt mál væri að benda á eitthvað hús, sem nýlega hefði verið byggt og segja hreint út hvað það hefði kostað, — þannig fengi fólk þó einhverja eðlilega viðmiðun. Það er regin misskilningur hjá þessum aðilum ef þeir halda að fólk þurfi ekki upplýsingar um 39

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.