Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 60

Frjáls verslun - 01.03.1980, Page 60
byggd Barizt um hverja gæru sem í geymslum Loðskinns h.f. á Sauðárkróki bíða staflarnir af lambagœrum í salti, þegar fréttamenn Frjálsrar verzlunar skoða Jyrirtœkið. „Þetta er ekki mikið magn,“ segir forstjóri fyrirtœkisins, Jón Asbergsson. Hér eru unnar 1200 gœrur á hverjum vinnudegi, kantskornar, flokkaðar og sútaðar. Jón segir að við sútun á gœrum séu viðhöfð ein sjötíu mismunandi handbrögð Jón Ásbergsson, framkvæmdastjóri, skoðar hér fullunna vöru, tllbúna til útflutnlngs. Gæran ferðast um verksmiðju- salina og undirgengst hinar ýmsu meðferðir og stig framleiðslunnar, sem er býsna flókið mál fyrir leik- menn. í fáum orðum sagt gengur sútunin út á þáð að breyta lífræn- um samböndum í ólífræn, en um leið er feldurinn gerður mýkri og áferðarfallegri en hann var áður en meðferðin hófst. Helztu efnin, sem notuð eru við sútunina eru ýmis krómefni, maurasýra, salt og vatn. Vélakostur verksmiðjunnar er margbrotinn og flókinn, en hér vinnur hver hinna 30 starfsmanna sitt verk æfðum höndum, sem er eins gott, því engu má skeika, ef varan á að ná fyrsta gæðaflokki. Það er með sútun eins og annað að verkið getur veriö misvel unnið. Þriðja stærsta fyrirtækið Loðskinn h.f. er eitt stærsta fyrirtæki Sauðárkróks, sem er eitt þeirra byggðarlaga á fslandi sem hvað mestan þroska hefur tekið út síðustu arin. Aðeins fiskiðnaður- inn og kaupfélagið eru stærra en Loðskinn h.f. Hér hefur skapazt umtalsverður iðnaður í beinu framhaldi af landbúnaðinum, en hér eins og annars staðar skiptast á skin og skúrir í rekstrinum. Við haustslátrun á ári hverju falla til rétt um milljón gærur. 60

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.