Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 63

Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 63
Hótel Mælifell, Sauðárkróki: Það eru rétt rúmlega fjögur ár síðan Guðmundur Tómasson settist að á Sauðárkróki með fjöl- skyldu sína. Að baki sér hafði hann góða reynslu sem veitinga- maður, tíu ár í Grilli Hótel Sögu, sem um langt árabil hefur talizt toppur íslenzkrar veitinga- mennsku, og síðan hafði Guð- mundur rekið Félagsheimiii Sel- tjarnarness með miklum ágætum. Nú var hann kominn sem eigandi að Hótel Mælifelli við Aðalgötu. Sauðárkrókur er e.t.v. sá vaxtarbroddurinn í norðlenzkri byggð, sem hvað örustum fram- förum hefur tekið síðustu árin. íbúum hefur fjölgað mjög og kaupstaðurinn tekið á sig aðra mynd en fyrr. Útgerðin á þarna að sjálfsögðu hvað stærstan þátt. ,,Hér líkar mér mjög vel,“ sagði Guðmundur, en hótelið hans ber vott um snyrtimennsku í hvívetna. Sjö ágæt herbergi, setustofa fyrir hótelgesti, veitingasalur á neðri hæð og vínstúka inn af salnum. ,,Yfirleitt er hér talsvert góð nýting og hér var alltaf fullt fram í desem- ber. Oft þurftum viö að grípa til herbergja úti í bæ til að koma gestum okkar fyrir,“ sagði Guö- mundur. Til að sinna umferðinni á sumrum hefur hótelið fjórtán tveggja manna herbergi til umráða í fjölbrautarskólanum á staðnum. Þetta eru mjög góð herbergi og öll með sturtubaði og salerni. ,,Mér finnst rekstur sem þessi gefa mér frjálsari hendur með að framkvæma hlutina, en ég hef áð- ur kynnzt," sagði Guðmundur.. Hann kvaðst hafa hugmyndir um að stækka hótelið, enda væri fyrir löngu orðin full þörf á því, Sauð- árkrókur væri í miklum uppgangi og þangað mændu augu margra, en því miður væri ekkert íbúðar- húsnæði að fá á staðnum. GuðmundurTómasson sagði og að hann væri að fara í gang með breytingar á veitingasalnum. Til stæði að bása salinn niður þannig að matargestir gætu borðað í meiri friði og ró. Þá er ætlunin að koma upp ljósa,,sjói" og diskóteki fyrir unglinga á staðnum og raunar fyrir fólk á öllum aldri. Hugmyndir uppi um mun stærra hótel Quðmundur Tómasson vlð barlnn, eltt vlðkvæmu málanna f íslenzku þjóðlífl. Skagfirðingar hafa haft það frjálslyndi til að bera að leyfa starfsemi þessa á helzta hóteli héraðsins og kunna ferðamenn vel að meta það. s fffii* ífíiiaraiaii WM iSwwS IHfíIiÍ! Hér er Guðmundur Tómasson f setustofu hótelslns á 2. hæð. Mlklar breytingar á rekstrinum eru fyrirhugaðar. 63

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.