Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 67

Frjáls verslun - 01.03.1980, Side 67
vanir aö halla sér upp í vindinn, að þegar lygni, þá detti þeir!!! Hér er ekki ætlunin að gera lítið úr Vestmannaeyingum. Eins og hér hefur verið sagt, þá eru þeir duglegt fólk og engin furða þótt gjaldeyrisöflunin sitji í fyrirrúmi hjá því en ekki prjál og pjatt í kringum svefnplássin. Lífið er sjórinn Sjávarútvegur er höfuðatvinnu- vegur eyjaskeggja og þjónustan og vinnslan í kringum hann. Þó nokkuð er um iðnað í eyjunni, aðallega byggingaiðnað og að auki verslun. Má þá allt vera upp talið af störfum Vestmannaeyinga. Blaðamenn Frjálsrar verslunar lögðu leið sína um Heimaey fyrir skemmstu og könnuðu mannlífið á staðnum lauslega. Við ræddum við Vilhjálm Bjarnason og Halldór Guðbjarnarson, útibússtjóra Út- vegsbankans í Eyjum. Lesendur kunna að minnast blaðafrétta um ráðstefnu í Eyjum fyri r ekki löng u síðan, þar sem rætt var um leiðir og úrræði til bjargar, en Vestmannaeyjar eru engin undantekning frá reglunni, sem gengur í málum útvegs og frysti- húsa um allt land, — útlitið er þar svart. Útibússtjórarnir sögðu málin hafa þróast til hins verri vegar undanfarin ár, lítill afli borist á land og auðvitað finnur staðarbankinn fyrstur fyrir vandræðunum. ,,Nú er útgerðin þó aðeins að rétta úr kútnum," sagði Vilhjálmur. „Afli bátanna hefur verið góður og útlit er fyrir því, að þeir útvegs- menn geti lagað fjárhagslega stöðu sína hjá bankanum fyrir vik- ið.“ Halldór sagði að Útvegsbankinn væri eini bankinn í Eyjum og færu 80% af útlánum bankans til sjávarútvegsins og skyldra greina. önnur peningastofnun er í Eyj- um, Sparisjóður Vestmannaeyja. „Það er Ijóst, að það skortir ekki lánafyrirgreiðslur, að því er út- vegsmenn segja," sagöi Halldór. „Málið er hinsvegar það að í gos- inu og eftir það ást hreinlega upp eiginfjárstaða fyrirtækjanna og því eru engir peningar til í stofnfjár- kostnað. Út af erfiðleikunum vegna lausafjárstöðunnar hefur driftin í fólki ekki verið eins mikil og vænta mátti. Bankinn skilur þetta en staða hans er slæm og hann getur lítið gert og sá aðili sem hann á undir að sækja, hefur ekki sýnt þann skilning, sem þarf." Tap, tap, tap Þrátt fyrir mótbyrinn frá mönn- um sem höfuðskepnum, þá eru menn bjartsýnir. Útibússtjórarnir voru hressir þrátt fyrir vandræöin meö skilningsleysið og lausafjár- stöðuna, og Guðjón Ólafsson, skrifstofustjóri Fiskiðjunnar h.f. var líka hress. Allir vonuðust þeir til aö úr rættist. „Dæmið er svo ferlegt, að um mánaðamótin var framlegðin aðeins um 12% en þyrfti að vera 22% svo viðunandi væri," sagöi Guðjón. Fiskiðjan rekur frystihús og saltfiskverkun og auk þess er hún aðili að hlutafélaginu Samtog h.f. sem gerir út þrjá skuttogara, Klakk, Breka og Sindra. Hjá Fisk- iðjunni leggja um tfu bátar upp auk fjölda smærri báta. „Fiskiðjan er ekki eitt frystihúsa um að standa illa," hélt Guðjón áfram. „Öll frystihús kringum landið berjast í bökkum. Þar kem- ur margt til. Aukin samkeppni á Bandaríkjamarkaði lækkar verð á fisknum frá íslandi og eru Kan- adamenn aðallega um að undir- bjóða okkur. Salan þar hefur einnig minnkað vegna aukninga á verðbólgu í Bandaríkjunum og fleira mætti telja. Gengið stendur í stað. Frystihúsin og ullarvöru- framleiðendur krefjast lækkunar og gengissig, gengisfelling, gengisaðlögun eða hvað þeir eru farnir að kalla þetta, er á næsta leiti og á hún að hressa aðeins upp á ástandiö." Þrátt fyrir erfiðleikana stendur Fiskiðjan ekki eins illa og mörg önnur frystihús, þar sem saltfisk- verkun er umtalsverð og verðið á saltfisknum hefur hækkaö talsvert erlendis: „Verst hvað lítið er lánað til salt- fiskverkunar," sagði Guöjón spotskurá svipinn. Hjá Fiskiðjunni starfa um tvö hundruð manns á tveimurstööum. Húseiningahús orðin 12 í Eyjum Gunnar Helgason heitir ungur maður ættaður frá Selfossi. Fyrir nokkrum árum kom hann til Eyja með konu sinni og settust þau þar aö. Hann er trésmiöur að mennt og fyrsta árið hans æxlaðist svo til, að hann byggði timburhús fyrir kunn- ingja sinn. Þetta var byrjunin á stórum atvinnuvegi og rekur Gunnar nú trésmiðju með tíu mönnum í vinnu, og getur afkastað einu fokheldu timburhúsi á mán- uði. Fyrirspurnir um framleiðsluna eru farnar að berast frá megin- landinu og hyggst Gunnar hasla sér völl þar. „Jú, ég hef fengiö fyrirspurnir um tveggja hæða hús frá Reykja- vík, Borgarnesi og Hornafirði, en ég veit ekki hvað verður úr því." Það tekur aðeins vikutíma að reisa hvert hús, þannig að það kallist fokhelt. Húsin eru úr ein- ingum eða öllu heldur flekum, sem Gunnar og starfsmenn hans smíða á trésmíðaverkstæðinu, en það er gamalt íbúðarhús og hænsnakofi aö sögn Gunnars, enda má sjá, að íburðurinn er ekki mikill. 67

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.