Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Síða 21

Frjáls verslun - 01.04.1980, Síða 21
marki. Við höfum frábært starfsfólk og við höfum fengið fjölskyldurnar í lið með okkur— konurnar og krakkana. Þau hafa unnið með okkur allt upp í hundrað tíma á viku meöan mest var." Fjármagnið í reksturinn FV: Nú er Brimborg fremur lítið fyrirtæki mælt í starfsfólki en með mjög mikla sölu. Fasti kostnaður- inn hlýtur því að vera lágur en tekjurnar miklar. Er ekki erfitt aö verja það fé sem kann aó safnast fyrir gegn verðbólgunni? Sigtryggur: „Það er nú kannski ekki eins mikið reiðufé, sem kemur inn eins og margir gætu haldið. Þetta er svo mikið í víxlum. En við höfum helst farið út í það að leysa út bíla til að eiga þá á lager á föstu verði. Ef við höfum fundið inná sveiflu framundan höfum við notað peningana til að leysa út bíla til að kýla veröið niður. Þannig höfum við fjármagnað áframhaldandi sölu." FV:Hvernig hefur gengið að aólaga aðra starfs- þætti s.s. varahlutasölu og verkstæðisþjónustu þessum öra vexti? Hafa ekki fylgt þessu vaxtaverkir? Jóhann: ,,Ég læt það nú vera. Á verkstæðinu erum við búnir að vera með sömu menn, jafnvel í áratugi. Við erum með bjart og gott verkstæði útbúið góðum tækjum og sérverkfærum. Við getum vel annað þessu Höfða til skynsemi í auglýsingum w:rrA i:k tizkubílunn i ak DAIHATSU CHARADE RUNABOUT Lítill vafi er á því að auglýs- ingastefna Daihatsuumboósins er á margan hátt frábrugðin stefnum flestra annarra bílaum- boða. Fyrirtækið auglýsir ekki mjög oft eða ekki mikið oftar en flest önnur umboð, en auglýsir hins vegar stórt og glæsilega á þeim stöðum og þeim tímum, sem vænlegastir eru til að gera auglýsinguna, sem árangursrík- asta. Kostnaðurinn við hverja birtingu verður þannig hærri en ávinningurinn margfaldur á við ódýrari auglýsingar, að dómi forráðamanna fyrirtækisins. Á síðast liðnu ári lagði Brim- borg 22,4 milljónir króna í aug- lýsingar. Af þessu fé kostaði innflutningur á rafmagnsbíl til sýningar á vörusýningu í Laug- ardalshöll um 4,3 milljónir en 18,1 milljón fór í birtingu auglýs- inga. Hinn þekkti fjölmiðlamaður, Ingvi Hrafn Jónsson, hefur ann- ast auglýsingamál fyrir Daihatsu, haft umsjón með gerð auglýs- inga og dreifingu. Á tímabili var Þannig er Daihatsu auglýstur: stórar og glæsilegar auglýsingar og allt í lit. Bílablaðiö úkuþór, Tízkublaðið Líf, Við sem fljúgum. áherslan lögö á sjónvarpsaug- lýsingar, en á síöasta ári snéri fyrirtækið sér að blöðunum. í stórum dráttum auglýsir fyrir- tækið á tveimur stöðum: annars vegar á blaðsíðu 3 í Morgun- blaðinu eöa Tímanum til að ná landsbyggðinni og hins vegar í sérritum. Með auglýsingum á blaðsíðu 3 í Morgunblaðinu, sem er dýrasta síða blaðsins, hefur fyrirtækið náö mjög góðri skyndisölu, bæði á bílum og saumavélum. Bílaauglýsingarn- ar á bls. 3 eru jafnan í lit þannig að þær komast vart undan at- hygli manna. Þannig seldi ein slík auglýsing í fyrra 130 bíla fyrsta daginn. Með sérritaauglýsingum stefnir Brimborg hins vegar meir að langtímasölu. Þar er einnig alltaf auglýst í lit og alltaf á blað- síðu 3 eða opnu yfir blaðsíðu 2 og 3.1 tízkublaðinu Líf er miðað á kvennamarkaðinn, þó svo að fyrirtækið hafi ekki viljaö aug- lýsa Daihatsu Charade beint sem kvennabíl. Heimili, sem eru að kaupa bíl númer tvö eða kaupendur, sem láta stjórnast af heilbrigðri skynsemi og kaupa sparneytinn bíl, eru ekki síöur mikilvægur markhópur, að dómi Ingva Hrafns Jónssonar. Það er einmitt til hins síðast nefnda þáttar, heilbrigðu skyn- seminnar, sem Brimborg hefur höfðað í sínum auglýsingum, með því að tengja sparneytni og tiltölulega lágt verð síhækkandi eldsneytiskostnaði. Markmiðið hefur verið að gefa bílnum ákveðna ímynd, sem sérstaklega neyzlugrönnum bíl, þannig að fólk setji jafnaðarmerki á milli Daihatsu Charade og spar- neytni, líkt og menn hafa ímynd- að sér samhengið á milli Volvo og öryggis. Telja forráðamenn Brimborgar þetta hafa tekist það vel að kynning bílsins sé að komast á það stig að hann sé farinn að selja sig sjálfur. 21

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.