Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1980, Page 44

Frjáls verslun - 01.04.1980, Page 44
Sjórinn og sveitin Þá skulum við snúa okkur að skemmtisnekkjunum. Mótun í Hafnarfirði framleiðir íslenska skemmtibáta, eins og þann sem happdrætti DAS auglýsir nú hvað mest (mundiröu eftir að endur- nýja?) en sá bátur er sleginn á 18 milljónir. Báturinn er reyndar lúxustýpa í búnaði en venjulegir slíkir bátar kosta um 15 milljónir. Þá er Mótun einnig með minni báta (7 fet), sem ganga fyrir bensínvél, á um 7 milljónir króna. Innfluttur 5 metra bátur frá Banco kostar tæp- ar 3 milljónir en 5 með vél. Og þar að auki getur fyrirtækiö útvegað snekkjur (10 m) að verðmæti allt að 40 milljónir króna. Af utan- borðsmótorum frá Vélum og tækj- um var þaö að frétta aö 140 hest- afla mótor kostaði 1690 þúsund og er eflaust hægt aö skemmta sér vel með slíkan grip í bátnum. Af sjónum höldum við upp á þurrt, upp í sumarbústaðinn. Húsasmiðjan framleiðir sumarhús í fjórum stærðum. Sá stærsti þeirra er49 m2og kostarfullbúinn, án húsgagna, 9.2 milljónir króna. Númer tvö í rööinni er 43 m hús á 8.2 milljónir. Gísli Jónsson & Co flytur inn erlenda bústaði og kosta þeir á bilinu 6—9 milljónir. Flottheit í húsið Og það er best að halda inn á gólf og athuga hvað kostar að fá sér eitt stykki sófasett ef peninga- vandamálið fylgir ekki sögunni. Hjá KM-húsgögnum fundum við fallegt, útskorið barrokksófasett, sem var á verðinu 2.3 milljónir, og var það ítalskrar ættar. Casa þauö aftur á móti upp á listilega gerö nýtízku sófasett frá rúmri milljón og upp úr. Við spurðum hvað langt upp eftir og markiö var nefnt, svona lauslega áætlað, um 10 milljónir. Og leiðin liggur inn í eldhús. Eldhúsinnréttingar frá Fífu geta farið upp í 3—4 milljónir, sé um verulegar sérkröfur að ræða. Kalmar sem er ættað frá Svíaríki nefndi aftur á móti töluna 3 mill- jónir, sem hámark. 4t(

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.