Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 88
Skuttogarlnn Runólfur, eign Guðmundar Runólfssonar hefur hleypt mlklu fjöri í
athafnalífið í Grundarfirðl.
Friðrik Clausen í Ásakaffi
og skuttogarinn Runólfur færir
drjúgt að landi. Mest hefur undan-
farin misseri borið á Soffaníasi
Cecilssyni sem rekur frystihús,
saltfiskverkun að ekki sé talaö um
skelvinnsluna, sem varð á tímabili
til að hleypa upp vináttunni viö
nágrannana í Stykkishólmi sem
vilja einir sitja að skelinni. Stöð h.f.
hefur með höndum saltfiskverkun
og útgerð. Hraðfrystihús Grund-
arfjarðar h.f. er annar tveggja
helstu vinnuveitenda staðarins og
raunar sýnu stærstur.
Fjölmennari byggö hefur gert
það að verkum að ýmis þjónusta er
stöðugt aö færast í betra horf. Nú
er t.d. hægt að fá sér góðan mat að
borða í Ásakaffi, en það fyrirtæki
reisti Friðrik Áskell Clausen, smíð-
aði húsið sjálfur, enda lærður
húsasmiður, og rekur þar
skemmtilega innréttaöan matstað
sem óhætt er að mæla með, enda
hefur hann á einu ári aflað sér
vinsælda gesta og gangandi.
Yihubyggja
vandað
sumarhús?
Höfum hafið framleiðslu á mjög
vönduðum sumarhúsum með bandsag-
aðri standandi ■ klæðningu, loft og
veggir eru klædd grenipanel.
Húsin eru sett upp í verksmiðju og flutt
í heilu lagi, getum séð um flutning hús-
anna á staðinn.
Gerið verðsamanburð á sumarhúsum
áður en kaupin eru gerð. Sýningarhús á
stáðnum.
FISAMTAKi
Uhuseiningar
SIMI: 99-2333
AUSTURVEGI38
800 SELFOSSI
[fv1
88