Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 90

Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 90
Eiga bankar að reka fyrirtæki? leicfari Nú standa yfir athuganir á því hvort opinberar stofnanir, þará meðal einn viðskiptabankanna eigi að bjarga stóru iðnfyrirtæki, sem ekki á fyrir skuldum, með því að breyta kröfum í hlutafjáreign. Útvegsbanki íslands er einn þeirra þriggja aðila, sem nú hugleiða að koma Olíumöl h.f. til hjálpar og myndi bankinn breyta vaxtaskuldum í hlutafjáreign í fyrirtækinu. Þar sem íslenskir bankar hafa fram til þessa ekki haft þá stefnu að gariga inn í hlutafélög með því að þreyta lánum í hlutafé er full ástæða til að staldra viö og íhuga kosti og galla slíkra viðskipta. Það sjónarmið hefur verið víðast ríkjandi að svo miklir hagsmunaárekstrar hljóti alltaf að vera á milli hlutverka hluthafans og lánadrottins að viðskipta- bánkar ættu að forðast að reyna að leika bæði hlut- verkin heldur einbeita sér að því síðara — að lána fé í hagnaðarskyni. Þessi sjónarmið hafa veriö ráðandi í þeim tveimur löndum þar sem bankastarfsemi á sér hvað lengsta hefð, Sviss og Bretlandi. Viðskipta- bankar í þessum löndum verða þó í vaxandi mæli fyrir ásókn skuldum hlaðinna fyrirtækja, sem vilja borga vexti með hlutafé. Svissnesk yfirvöld hafa því nýlega breytt bankareglum til að gera bönkum erfiðara fyrir við að breyta skuldum í hlutabréfaeign. Þó svo að reglur banni þeim ekki að kauþa hluti í viðskiptafyrir- tækjum, halda bresku bankarnir að sér höndum og benda á það hættulega fordæmi, sem gæti skapast ef rofin yrði sú gamla hefö að kaupa sig ekki inn í áhætturekstur. í Bandaríkjunum er viðskiptabönkum leyft að kaupa hluti í óskildum rekstri samkvæmt lagatúlkun Federal Reserve Board, en aðeins til að bjarga viðkomandi fyrirtæki frá þroti. Mjög vel er fylgst með slíkum hlutafjáreignum banka og þeim er ætlað að losa sig við hlutaféð innan tveggja ára. Þjóðverjar hafa hins vegar haft aðra stefnu. Þýskir viðskiptabankar hafa tekið mjög beinan þátt í þýskum stórfyrirtækjum og í mörgum tilfellum verið meiri- hlutaeigendur. Bein aðild þýsku bankanna að óskild- um atvinnurekstri hófst í óðaverðbólgunni milli 1920 og 30 þegar hrun varð í öllu atvinnulífi og bankar féllust á að breyta skuldum í hlutafjáreign enda sáu þeir ekki aðra leið til að ná aftur því fé, sem þeir höfðu lánað. Hefur því sjónarmiði verið haldið á lofti að þessi beina þátttaka viðskiptabankanna í atvinnulíf- inu hafi átt mestan þátt í vestur-þýska efnahagsundr- inu. Reynsla sjálfra bankanna hefur hins vegar verið æði misjöfn af slíkum skuldabreytingum, sérstaklega hin síðari ár við vaxandi tröppugang á vöxtum. Hafa bankarnir fundið sig í því að taka skammtímalán á háum vöxtum til að lána til langs tíma á lágum vöxtum. Því hafa þeir kepþst hver um annan þveran við að losa sig við hlutabréf sín í öðrum fyrirtækjum. Þeir, sem fylgja því sjónarmiöi að bankar eigi að eiga í og reka önnur fyrirtæki segja gjarnan að með beinni þátttöku fái bankar aukinn áhuga á langtíma afkomu fyrirtækja og séu í ríkari mæli reiðubúnir að veita atvinnulífinu lán til langs tíma, gagnstætt því, sem algengast er — að bankar hafi einungis áhuga á skammtíma afkomu og séu þess lítt fýsandi að veita annað en skammtíma fyrirgreiöslu. Þau rök aö fyrr eða síðar komi upp árekstrar milli hagsmuna bankans sem hluthafa og lánastofnunar vega mjög þungt á móti þessu sjónarmiði. Þetta er atriði, sem hver banki þarf að hafa i huga áður en hann lætur undan þrýstingi frá skuldunautum eða hinu opinbera og setur fé sitt í áhætturekstur. Þjóðþrifafyrirtæki hafa áður lent í erfiðleikum á Is- landi án þess að viðskiptabankarnir hafi hlaupið til með skipti á skuldum og hlutafé. Þessi varkárni hefur verið eðlileg og full ástæða er til að óttast það for- dæmi, sem skapaðist ef Útvegsbankinn færi inn í rekstur Olíumalar. Hér gæti orðið um heilbrigði bankarekstrar að tefla.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.