Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 43
Verzlun í Reykjavík á miðri 19. öldinni. ýkja stór — nemendurnir eitthvaö á milli 20 og 30. Aðeins einn íslendingur var á skólanum auk mín, og var það Árni Riis, en hann var bókhaldari við Tang- verzlun á ísafirði að mig minnir. Kennararnir voru ágætir, og fannst mér ég taka miklum framförum í reikningi og bókhaldi þennan tíma, sem ég var ytra. Meðan ég var í Höfn skrifaðist ég á við Knud Zimsen, son Chr. Zimsen, en við vorum miklir kunningjar. — Heim til íslands kom ég um vorið 1887 og hafði þá verið 37 daga á leiðinni frá Höfn. Tók ég mér far með einu af skipum Knudtzonsverzlunarinnar, sem hét „Annette Mathilde." Það skip fórst ári síðar á leið til Hafnar. Verslunin átti annars 4 skip, sem höfð voru í förum á milli Danmerkur og íslands. Þá var sungiö og dansað - Er ekki eitthvað, sem þér getið sagt okkur i sam- bandi við stofnun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur og starfsemi þess fyrst framan af?- Við vorum tveir úr Hafnarfirði sem fórum á stofn- fundinn í Reykjavík, Gunnlaugur Briem, verzlunar- stjóri og ég. Unnum við báðir hjá P. C. Knudtzon & Sön. Fórum við ríðandi í bæinn, en í þá tíð átti ég ágætis hest, sem kom sér vel, þegar maður þurfti að skreppa á milli. Stofnfundurinn var fjörugur eins og flestir fundir þá til dags. Við Hafnfirðingarnir gátum ekki komið því við að sækja alla fundi hjá félaginu, en fórum þó nokkuð oft, bæði á almenna fundi og eins böllin, sem voru mjög vinsæl og menn sóttust mikið eftir að komast á. Ég hafðigaman af því að dansa og dansaði yfirleitt alla þá dansa, sem voru í móð. Fjör var þá mikið og skemmtu menn sér vel, jafnt á fund- um sem böllum. Söngmenn góðir voru í félaginu, léttir og kátir, enda oft tekið lagið öllum til mikillar ánægju. Þá var líka mikið um dýrðir á frídegi verzlunar- manna, 2. ágúst. Það var venja framan af að safnast saman við Lækjartorg og halda svo fylktu liði, bæði gangandi og ríðandi, inn í Ártúnsbrekku með lúðra- þeytara í fararbroddi. Þar skemmtu menn sér við ræðuhöld, leiki, söng og músik. Var jafnan mikil þátt- taka í þessum hátíðarhöldum. Svo voru líka skemmt- anir haldnar á Landakotstúninu. Þar var reistur stór danspallur, sem skreyttur var lyngi, og svo dönsuðu menn af miklu fjöri fram á morgun. Um helgar efndi Verzlunarmannafélagið stundum til útreiðatúra, og var þá farið upp í Mosfellssveit, upp undir Esju og hér í nágrennið. Ég hafði yndi af góðum hestum, átti sjálfur gæða hross og tók oft þátt í útreiðatúrum félagsins. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.