Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 14

Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 14
J Hafskip og Eimskip hafa nú sótt um heimild til hækkunar á farm- gjöldum stykkjavöru. Eimskip sótti um 16% hækkun en Hafskip sóttu ekki um ákveðna tölu en í greina- gerð félagsins til Verðlagsráðs má lesa á milli línanna að félagið er að slægjast eftir svipaðri hækkun og Eimskip fara fram á. Þar segir að ekki sé sótt um þá hækkun sem nauðsynleg sé, þar sem verðlags- ráð hafi ætíð tilhneigingu til að skera slíkar beiðnir niður. Því sé vænlegra að senda ráðinu greinar- gerð um stöðuna í von um að það meti hækkunarþörfina út frá henni. Skipadeild Sambandsins heldur að sér höndum og hyggst sennilega sjá hvernig hinum fé- lögunum reiðir af og hækka gjöld sín til samræmis við það. Uppboðsmarkaður En um leið og þessu fer fram, á sér stað hörð barátta á milli félag- anna innbyrðis um flutninga. Sú barátta hefur leitt af sér undirboð á undirboð ofan svo inn- og útflytj- endur líkja ástandinu fremur við opinn uppboðsmarkað, þar sem tilviljanir ráða fremur en markað með ákveðnu veröi þar sem þjón- usta, tími eða önnur atriði ráða hvaða flutningsaðili er valinn hverju sinni. Viröist því bæði sem þakið sígi og gólfið hrynji í þessum rekstri eins og á stendur. Á þetta einkum við á áætlanaleiðunum. Dugmiklir sölumenn félaganna freistast til að bjóða mönnum vild- arkjör með ferð og ferð þegar svo háttar að laust rými er í skipinu. Stærri viðskiptavinir frétta svo af þessu og bregöast ókvæða við enda álíta þeir að þeim beri bestu kjörin sem mest flytja. Er því allt í háalofti manna og skipafélaga á meðal, sáttir, sértil- boð og vildarsamningar eru orðin daglegt brauð. Útkoman er sú að innflytjendur segja að farmgjöld til og frá landinu hafi aldrei verið jafn lág og nú. Þetta á sér stað um leið og félögin telja sig hafa orðið að þola 9 til 10% bótalausar kostn- aðarhækkanir bæði í fyrra og árið þar áður. ,,Ég sé ekki að félögin hafi bol- magn í þetta nema í tvö til þrjú ár enn, í mesta lagi, þá verða þau farin að rífa alvarlega innanúr sér‘‘, segir Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskipa. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipa og Axel Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bandsins, taka í svipaðan streng, en tímasetja þó ekkert. Haldi svo áfram sem horfir er hætt við að slíkur kyrkingur hlaupi í félögin að við (slendingar glötum þeirri sérstöðu að sjá nær ein- göngu sjálfir um okkar flutninga. Muni þá leiguskip sjá um þá í auknum mæli. Kunni það að verða 14
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.