Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 54
EinarÁsmundsson, ritstjóri,
rekur þætti í starfi félagsins
á fjórða áratugnum
Verzlunarhöftum
skellt á —
atvinnuleysi
í stéttinni
Einar Asmundsson, fyrsti ritstjóri Frjálsrar verzlunar. (Úr
teiknimyndasafni V. R.)
Eftir 1930 fór að ýmsu leyti að
þrengjast hagur verzlunarmann-
anna. Höftunum var skellt á og
fjöldi verzlunarmanna missti at-
vinnu sína. Stjórnarvöldin fóru
sínu fram hvað sem verzlunar-
menn sögðu. Árum saman hafði
stétt þeirra verið hraknefnd
sníkjudýr á þjóðarlíkamanum.
Þeir sem lengst gengu í því að
rangfæra málstað verzlunar-
manna áttu hægan leik. Um aldir
hafði íslenzkum almenningi verið
kalt til hinna erlendu kaupmanna,
sem sátu í Kaupmannahöfn og
létu ,,faktora“ sína hirða verzlun-
artekjurnar. Óbeitin á kaupmönn-
unum hófst með einokunarverzl-
uninni.
Síðan óx innlend verzlunarstétt í
landinu. Hún tók að ryðja hinum
erlendu kaupmönnum burt, þegar
verzlunin var gefin frjáls. Þessi
unga stétt varð að berjast við
skuggann af hinni fornu óvild, sem
var ekki auðupprætt.
Seinasta erlenda verzlunin á ís-
landi leið ekki undir lok fyr en eftir
1930, en löngu áður var herferð
innlendra áróðursmanna gegn ís-
lenzku kaupmönnunum hafin og
þeir, sem að áróðrinum stóðu,
grugguðu aftur upp í hinu gamla
djúpi óvildar til erlendra kaup-
manna.
Annað var það einnig, sem gerði
andstæðingum verzlunarmanna
hægt um vik. Verzlunarmenn
vörðu sig nærekki.
Þegar höftin skullu á var afstaða
verzlunarstéttarinnar hin óhæg-
asta á marga lund. En örðugleik-
arnir urðu til þess að þjappa þeim
saman og kom það m. a. fram í
aukinni starfsemi innan Verzlun-
armannafélags Reykjavíkur og
skal það nú nokkuð rakið.
Á fyrstu árunum eftir 1930 var
mikið rætt í félaginu um höftin. Þar
voru fyrirlestrar haldnir um þetta
efni og ályktanir gerðar. Mörgum
verzlunarmanninum var eðlilega
ærið þungt í huga yfir órétti, er
hann taldi beitt. Einum þeirra fór-
ust svo orð, að „ríkið væri nú að
sliga þjóðina" og var í því nokkur
sannleikurfalinn.
I árslok 1931 voru aðeins 297 fé-
lagar í V. R. og fækkaði þeim eftir
það. Félagið hafði farið sér hægt
og starfsemin var nær eingöngu
miðuð við umræðufundi og
skemmtanir einstöku sinnum. En
nú fóru að heyrast óánægjuraddir.
Menn spurðu: Er ekki þörf á sterk-
ari samtökum á yfirstandandi öng-
þveitistímum? Því eru ekki fleiri fé-
lagar í V. R.? Þessar raddir urðu æ
háværari og sem dæmi má nefna
að á fundi í marz 1934 flutti
Kristján G. Gíslason erindi um
hagsmunamál verzlunarstéttar-
innar og hvatti til meiri átaka á
skorinorðan hátt. Þessi hreyfing
óx og brátt tóku verzlunarmenn að
streyma inn í félagið. Á einum
fundi í nóvember 1934 gengu 27
verzlunarmenn í félagið og
skömmu þar á eftir 10. En í árslok
voru þó félagar ekki nema 289.
Árið eftir voru félagar orðnir 346. í
lok 1940 voru í félaginu 630
manns og sýnir það, hve félagið
hefir eflzt mikið á tiltölulega stutt-
um tíma.
54