Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 29
Blaðauki: VR 90 ára
UMSJÓN: MARKÚS ÖRN ANTONSSON
V erzl unarmannafélag
Reykjavíkur stofnað
- stutt ágrip af sögu félagsins
fyrstu fimmtíu árin
1891 1981
í lok síðustu aldar fór að færast
gróska í atvinnulíf landsmanna.
Þilskipaútgerð var hafin af hér-
lendum mönnum í stórum stíl,
samhliða stórauknum útflutningi
saltfisks á heimsmarkaðinn. Allt
varð þetta mikilvæg lyftistöng í
efnahagsmálum landsmanna.
íslenzk verzlunarstétt var þó lítils
megandi á þessum tíma. Verzlunin
var enn að mestu í höndum útlend-
inga, enda þótt verzlunarfrelsi
hefði ríkt hér um langt skeið, og
þeir íslendingar, sem reyndu að
keppa við dönsku kaupmennina
hér á landi, áttu erfitt uppdráttar.
Straumhvörf verða þó brátt í
þessum málum. íslendingar taka
verzlunina yfir í sínar hendur,
dönsku kaupmennirnir týna ört
tölunni og hverfa svo með öllu.
Stofnun Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur er framhald og í sam-
ræmi við þau átök í íslenzkri verzl-
un, er hófust á öldinni sem leið og
lauk með fullum sigri landsmanna.
Verzlunarmannafélagið er
stofnað 27. janúar árið 1891 og er
því nú 90 ára. Á þessum merku
tímamótum er vert að staldra örlít-
ið við og líta yfir farinn veg.
Undirbúningur og
stofnun félagsins
Engin gögn eru til fyrir því, hver
Hafnarstræti að vetrarlagi. Einn af stofnendum V. R. Ditlev Thomsen, eigandi Thomsens-magasín, er á sleðanum.
29