Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 57

Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 57
Vonarstræti 4, þar sem áður var félagsheimili V. R. Félagsheimili V.R. Eftir aö nauðsynlegar breytingar höfðu farið fram á efstu hæð húseignarinnar Vonarstræti 4, var hinn 2. október 1940 opnað þar „Félagheimili V. R.“. Er þar veitinga- og fundarsalur, sem tekur um 100 manns, lesstofa, spilaherbergi, fundarherbergi fyrir stjórn og nefndir, snyrtiherbergi fyrir karla og konur, og eldhús. Hafa öll herbergin verið búin mjög snotr- um og þægilegum húsgögnum, svo að þar er nú gott að koma. — Á síðasta ári voru keypt húsgögn og áhöld til Félagsheimilisins fyrir 15-16 þúsund krónur, en til þess að mæta þeim kostnaði, var höfð all nýstárleg fjársöfnunar-aðferð. Útbúin var bók í gylltum sniðum, hinn mesti kjörgripur, enda mun bókin geymast með- an félagið lifir, bæði vegna útlitsins og innihaldsins. Bókin nefnist „Gullskinna", og í hana hafa margir velunnarar félagsins, bæði einstaklingar og fyrirtæki, skrifað sig fyrir álitlegum fjárhæðum, til styrktar Félagsheimilinu. Við síðasta aðalfund, sem haldinn var í lok nóvember s.l., höfðu á þennan hátt safnazt rúmar 10 þúsund krónur. í raun og veru er þetta viðbót við Húsbyggingarsjóðinn, en þar sem heimilið er rekið fyrir reikning félagsins, og hefir alveg sjálf- stætt bókhald, þótti réttara, að Félagsheimilið fengi þetta fé, sem nokkurs konarstofnsjóð. Hingað til hefir veitingasalurinn verið hafður opinn frá kl. 3 til 11 1/2, og þaraðeinsseldar léttarveitingar, en ekki matur. Er verð á þessum veitingum mun ódýr- ara en annars staðar gerist. Starfa þar að staðaldri fjórar stúlkur, og sjá þær um allan reksturinn, ræst- ingu, þvotta og bakstur, því ekki má gleyma hinu Ijúffenga og góða „brauði dagsins", sem allt er bakað heima. Fyrsta forstöðukona heimilisins er ungfr. Ragnheiður Bjarnadóttir frá Húsavík, en yfirstjórn heimilisins er í höndum sérstakrar veitingarnefndar. „Félagsheimilið“ hefir mætt miklum vinsældum, og vegna þess hafa félaginu bætzt margir nýir með- limir, enda er það líklega mesta hnoss, sem V.R. hefir eignazt til þessa. - Aðsóknin hefir líka verið sæmi- lega góð, og núna eftir jólin voru haldnar þar jólatrés- skemmtanir fyrir börn félagsmanna, sex kveld í röð, um 85 börn í hvert skipti. Kom sér vel að hafa ráð á þessu húsnæði, því vegna „ástandsins" hefði félagið annars orðið að fella allar jólatrésskemmtanir niður að þessu sinni. Reynsla sú, sem fengizt hefir af „heimilinu" hefir sýnt, að húsnæðið, sem það hefir, er nægjanlega stórt til þess að fullnægja daglegum þörfum. Fyrir stærri samkomur eða samkvæmi þarf félagið að leigja húsnæði, en ef til vill verður hægt að bæta úr þessu þarna í sama húsinu, með því að byggja eina hæð ofan á, og útbúa þar stóran samkomusal. Er þetta eitt af þeim málum, sem framtíðin verður að leysa úr. 57
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.