Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 74

Frjáls verslun - 01.04.1981, Blaðsíða 74
sem flugmála- og fargjaldastefnu félagsins var mætt meö skilningi og velvild. Þar naut félagið fyrir- greiðslu Agnars Kofoed Hansen flugmálastjóra sem taldi nauðsyn- legt aö finna félaginu markað er ekki snerti hagsmuni Flugfélags- ins, og lá Norður-Atlantshafið þá beinast við, enda var það opið þá. Endaslöpp samningatilraun Vilhjálms Þór Næsta tilraun sem gerð var af hálfu ríkisstjórnarinnar til frekari samvinnu eða sameiningar félag- anna var vorið 1959. Þá höfðu þeir átt fundi með sér Agnar Kofoed— Hansen flugmálastjóri og Vil- hjálmur Þór, sem þá var banka- stjóri Landsbankans en hafði löngum verið áhugasamur um flugmál. Það var í framhaldi af þeim viðræðum að Vilhjálmur Þór tók að sér fyrir hönd ríkisstjórnar- innar og Emils Jónssonar for- sætisráðherra, sem einnig fór með flugmál, að boða stjórnendur Flugfélags íslands og Loftleiða til fundar í Landsbankanum. Vilhjálmur ávarpaði fundarmenn og hvatti þá til að láta af óhóflegri samkeppni í utanlandsfluginu og benti á nauðsyn þess að þeir sameinuðu krafta sína — í eigin þágu og þjóðfélagsins í heild. Fundarmenn tóku máli Vilhjálms vel að því er samvinnu varðaði, en grundvöllur var ekki talinn fyrir sameiningu. Ingófur Jónsson ráðherra boðar til viðræðufunda Þótt viðræðurnar í Landsbank- anum væru endaslepptar, þá sleppti ríkisstjórnin ekki hendinni af stjórnarmönnum félaganna. Þeir voru aftur boðaðir til funda 7. jan. 1964 — að þessu sinni í sam- gönguráðuneytið. Þar var að verki Ingólfur Jónsson ráðherra sem þá fór með samgöngumál. Fól hann Brynjólfi Ingólfssyni ráðuneytis- stjóra að boða til samningaviö- ræðnanna og stjórna þeim, enda hefðu félögin bæði tjáð sig reiðu- búin til að taka þátt í viöræðum í þessu skyni. í viðræðunum ákvað ráðherra að kanna skyldi í fyrsta lagi ..grundvöll fyrir algerri sam- einingu" og í öðru lagi ,,ef ekki þá nánari samvinnu en nú er t.d. um sameiginlegan rekstur innan- landsflugsins og ennfremur um sameiginlega stefnu út á við í flugmálum og fargjaldamálum." Það fylgdi fyrirmælum ráðherra að hann óskaði að það yrði ,,gert sem unnt er til að koma á sameiningu þeirra eða samstarfi." Auk Brynjólfs sátu fundina af hálfu Flugfélags íslands þeir Örn Ó. Johnson framkvæmdastjóri og Bergur G. Gíslason stjórnarmað- ur, og af hálfu Loftleiða þeir Alfreð Elíasson framkvæmdastjóri og Kristján Guðlaugsson stjórnarfor- maður. í upphafi fundarins skýrði Brynj- ólfur sjónarmið ráðuneytisins, ,,að nú væri nauðsynlegt fyrir hin ís- lensku flugfélög að standa saman og hafa sameiginlega afstöðu í þeirri hörðu og síharönandi sam- keppni við erlend risafélög, sem nú ógnar hagsmunum og framtíð íslenzku flugfélaganna." Að því loknu gekk hann beint til verks og spurði fundarmenn, „hvort ekki mætti skilja nærveru þeirra á fundinum og vilja flugfélaganna til að taka þátt í viðræðunum, þannig að félögin teldu ekki tilgangs- laust að ræða um algera samein- ingu flugfélaganna tveggja, þar sem það væri aðalmarkmið við- ræðnanna." Játuðu fundarmenn því og um- ræðurnar sem í kjölfar fóru og snerust um almenn viðhorf hvors félags til vandamála sinna og skipan mála í innanlandsflugi og millilandaflugi — voru „yfirleitt mjög vinsamlegar og jákvæðar" og stóðu í allt að tvo tíma. Ljóst var að skoðanamunur um rekstur inn- anlandsflugsins var ekki djúp- stæöur, en hvað utanlandsflugiö snerti héldu Loftleiðamenn því fram aö eðlilegt væri að fargjöld með skrúfuvélum væru lægri en með þotum og væri tómt mál að tala um aöild að IATA fyrr en þeir tækju upp verðflokkun eftir flug- vélategundum. Á næstu fundum, sem haldnir voru síðar í sama mánuði, var rætt um skipulag sameiningarinnar. Þar komu fram þau sjónarmið að 1) félögin sameinuðust undir eina stjórn þar sem eignir þeirra yrðu metnar á 50:50 grundvelli og sam- eiginleg stefna mörkuð, eða 2) að stofnað yrði sameignarfélag — holding company —meö tvö eign- arfélög — subsidiaries — annað í IATA en hitt utan IATA. Hér kom þó upp það vandamál að ekki var vitað hvaða áhrif slík sameining hefði á afstöðu skandinaviskra yfirvalda gagnvart Norðurlanda- flugi Flugfélags íslands sem var aðili að IATA, því á þessum tíma litu SAS-menn á Loftleiðir sem keppinauta á leiðinni milli íslands og Bandaríkjanna. Voru menn sammála um að þetta væri ef til vill erfiðasti hjallur sameiningarmál- anna — að meta þessa áhættu — og var samþykkt á fjórða og síð- asta viðræðufundinum að fela Agnari Kofoed-Hansen flugmála- stjóra sem var á förum utan í byrj- un febrúar til viðræðna við kollega á Norðurlöndum að færa þetta óformlega í tala við þá. Var það gert og tók flugmálastjóri þetta að sér. En það álit, sem þannig fékkst þótti ekki grundvöllur til frekari viðræðna. Sameiningarviðræðurnar 1972/73 Síðasta og lengsta hrinan í sameiningarviðræðum Flugfélags íslands og Loftleiöa, sem lauk með samþykki hluthafa á aðalfundum sem haldnir voru samtímis íbáðum félögum 28. júní 1973 á tillögum félagsstjórnanna um sameiningu félaganna í sameignarfélagi, og stofnun Flugleiða 20. júlí 1973 — stóð í rauninni í 18 mánuði og voru haldnir allt að 50 fundir á þeim tíma. Ekki verður farið náið út í það hér hvernig þau mál gengu fyrir sig, enda flestum í fersku minni fréttir af þróun viöræönanna sem fylgt var eftir í fjölmiðlum. En það var upphaf þeirra að félögin sjálf áttu með sér nokkra fundi haustið 1971 er í hönd fór stóraukin sam- keppni þeirra í milli á Norður- landaflugleiðum. Þá stóð til aö í upphafi vetraráætlunar 1. nóvem- ber 1971 færu Loftleiðir með þotu inn á þessar flugleiðir í samræmi við samning við flugmálastjórnir Norðurlanda sem undirritaður var í Kaupmannahöfn 27. júlí þ.á. þar sem fyrri takmarkanir á ferðafjölda félagsins, seldum sætum og flugleiðum til Norðurlanda voru 74
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.