Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 14

Frjáls verslun - 01.04.1981, Page 14
J Hafskip og Eimskip hafa nú sótt um heimild til hækkunar á farm- gjöldum stykkjavöru. Eimskip sótti um 16% hækkun en Hafskip sóttu ekki um ákveðna tölu en í greina- gerð félagsins til Verðlagsráðs má lesa á milli línanna að félagið er að slægjast eftir svipaðri hækkun og Eimskip fara fram á. Þar segir að ekki sé sótt um þá hækkun sem nauðsynleg sé, þar sem verðlags- ráð hafi ætíð tilhneigingu til að skera slíkar beiðnir niður. Því sé vænlegra að senda ráðinu greinar- gerð um stöðuna í von um að það meti hækkunarþörfina út frá henni. Skipadeild Sambandsins heldur að sér höndum og hyggst sennilega sjá hvernig hinum fé- lögunum reiðir af og hækka gjöld sín til samræmis við það. Uppboðsmarkaður En um leið og þessu fer fram, á sér stað hörð barátta á milli félag- anna innbyrðis um flutninga. Sú barátta hefur leitt af sér undirboð á undirboð ofan svo inn- og útflytj- endur líkja ástandinu fremur við opinn uppboðsmarkað, þar sem tilviljanir ráða fremur en markað með ákveðnu veröi þar sem þjón- usta, tími eða önnur atriði ráða hvaða flutningsaðili er valinn hverju sinni. Viröist því bæði sem þakið sígi og gólfið hrynji í þessum rekstri eins og á stendur. Á þetta einkum við á áætlanaleiðunum. Dugmiklir sölumenn félaganna freistast til að bjóða mönnum vild- arkjör með ferð og ferð þegar svo háttar að laust rými er í skipinu. Stærri viðskiptavinir frétta svo af þessu og bregöast ókvæða við enda álíta þeir að þeim beri bestu kjörin sem mest flytja. Er því allt í háalofti manna og skipafélaga á meðal, sáttir, sértil- boð og vildarsamningar eru orðin daglegt brauð. Útkoman er sú að innflytjendur segja að farmgjöld til og frá landinu hafi aldrei verið jafn lág og nú. Þetta á sér stað um leið og félögin telja sig hafa orðið að þola 9 til 10% bótalausar kostn- aðarhækkanir bæði í fyrra og árið þar áður. ,,Ég sé ekki að félögin hafi bol- magn í þetta nema í tvö til þrjú ár enn, í mesta lagi, þá verða þau farin að rífa alvarlega innanúr sér‘‘, segir Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri Hafskipa. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskipa og Axel Gíslason, fram- kvæmdastjóri Skipadeildar Sam- bandsins, taka í svipaðan streng, en tímasetja þó ekkert. Haldi svo áfram sem horfir er hætt við að slíkur kyrkingur hlaupi í félögin að við (slendingar glötum þeirri sérstöðu að sjá nær ein- göngu sjálfir um okkar flutninga. Muni þá leiguskip sjá um þá í auknum mæli. Kunni það að verða 14

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.