Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 5

Frjáls verslun - 01.06.1985, Síða 5
□ frjáls verzlun INNLENT SALA ríkisfyrirtækja hefur verið talsvert til umræðu á siðustu mánuð- um og misserum. Ráðherrar hafa hver i kapp við annan keppst við að gefa yfirlýsingar um væntanlegar sölur. Minna hefur hins vegar orðið um efndir, nema hjá Sverri Hermannssyni iðnaðarráðherra, sem hefur m.a. selt Landssmiðjuna starfsmönnum og selt hlutabréf ríkisins i Iðn- aðarbankanum svo eitthvað sé nefnt. Frjáls verzlun sótti Landssmiöj- una hf. heim á dögunum og kom þá i Ijós að gagngerar breytingar höfðu verið gerðar þar á rekstri eftir að starfsmenn tóku við. Töluverðum tap- rekstri hefur verið snúið i hagnað og mikið markaðsátak er framundan. Siguröur Danielsson framkvæmdastjóri segir að þessi breyting hefði verið með öllu óframkvæmanleg undir rikissforsjá. BANKAR NÝTT bankafrumvarp var samþykkt á síðasta Alþingi eftir liðlega fjög- urra ára undirbúningsvinnu. Þykir mörgum sem eftirtekjan sé rýr svo ekki sé kveðið fastar að orði. Frjáls verzlun kannaði þetta mál og ræddi ennfremur við Matthias Á. Mathiesen viöskiptaráðherra, sem segir heildarendurskoðun enn ekki lokið. HAGSTOFAN NÝR hagstofustjóri tók við á dögunum, en það er Hallgrimur Snorrason hagfræðingur sem tók við af Klemenz Tryggvasyni, sem setið hafði i stólnum um árabil. Hallgrimurvartekinn tali og beðinn að lýsa því sem helst væri á döfinni hjá Hagstofunni. I samtalinu kom fram að ýmislegt erádöfinni. FERÐAÞJÓNUSTA FÓLK hefur almennt ekki gert sér grein fyrir mikilvægi ferðamanna- þjónustu á Íslandi. Hefur verið litið á atvinnugreinina sem heldur litla og ómerkilega. Þegar betur er að gáð kemur hins vegar i Ijós, að alls starfa um 6.000 manns allt árið um kring að meðaltali við þessa atvinnugrein sem skilar hundruðum milljóna króna árlega. GREINAR OG VIÐTÖL SAMTIÐARMAÐUR Frjálsrar verzlunar að þessu sinni er Ragnar S. Halldórsson forstjóri islenska álfélagsins hf. og formaður Verzlunar- ráðs íslands, en hann er án efa einn litrikasti athafnamaður á íslandi síðustu áratugi. Ragnar kemur viöa við í samtalinu og lýsir meðal ann- ars hvernig þvi hagaði til að hann réðst til ÍSAL og sögunni næstu tvö áratugina. VERÐBRÉF MIKLAR breytingar hafa orðið á verðbréfamarkaði hér á landi á liðnum misserum og er nú svo komið, að markaöurinn annar varla eftirspurn. Það er af sem áður var. Er ánægjulegt til þess að vita að hér á landi er að skapast „alvöru“ verðbréfamarkaöur. FASTIR LIÐIR — Leiðari — Hagtölur — Fréttir — Bréf frá útgefanda — Hagkróníka 5

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.