Frjáls verslun - 01.06.1985, Side 25
VERÐBRÉF
Aukin eftirspurn, lækkandi
vextir og minnkandi ávöxtun
einkenna veröbréfamarkaðinn
Texti: Ólafur Jóhannsson.
UNDANFARNAR vikur hefur sú
sérkennilega staöa verið á
veröbréfamarkaðinum hér á
landi að eftirspurn eftir
skuldabréfum hefur verið mjög
mikil og hefur það haft það í för
meö sér að afföll af bréfunum
hafa lækkað og þar með
ávöxtunin. Með aukinni eftir-
spurn eftir skuldabréfum og
aukinni sölu á þessum markaði
eykst veltan og má kannski
segja aö nú fyrst sé verðbréfa-
markaðuninn á íslandi að festa
sig í sessi. Frjáls verzlun ræddi
við Pétur Blöndal, fram-
kvæmdastjóra Kaupþings og
leitaði álits hans á stöðunni á
verðbréfamarkaðium um þessar
mundir.
Fyrsti vísirinn 1967
“Islenski fjármagnsmarkaður-
inn hefur verið meö þeim ósköp-
um brenndur að sparifjáreig-
endurtöpuðu peningum á meðan
skuldararnir græddu og með
þeim hætti hefur sparnaður
minnkað hér og nú er svo komið
aö fólk kann ekki að spara. Áður
var ástandið þannig að fólk lagði
meira inn i bankakerfið en það
tók út en samt rýrnarði sparnaður
sparifjáreigenda þegar á heildina
er litið. Árið 1967 fór ríkisstjórnin
að gefa út spariskirteini sem gátu
verndað fjármuni fólks. Sumir
sparifjáreigendur fjárfestu i þess-
um bréfum og má segja að þarna
hafi myndast fyrsti vísirinn af
veröbréfamarkaði hér á landi,"
sagði Pétur. -Nú er verðbréfa-
markaðurinn orðinn staðreynd,
en átt þú von á því að langt veröi i
hlutabréfamarkað hérá landi?
Langt í hlutabréfamark-
að
“Það mun líða langur tími áður
en slíkur markaður verður að
veruleika," sagði Pétur, “og það
er vegna þess að fyrirtækin hér
gefa svo litinn arð. Þess vegna
stjórnast kaup á hlutabréfum
ekki af arðsemissjónarmiðum
eins og eðlilegt væri, heldur af
baktjaldamakki allskonar, þar
sem menn eru að kaupa sér að-
stöðu, en ekki að ávaxta fjármuni
sína. Þegar ávöxtun skuldarbréfa
er jafn há og raun ber vitni,
fjárfestir fólk ekki i hlutabréfum
fyrirtækja, þar sem ávöxtunun er
miklum mun lægri en á skuldar-
bréfamarkaöinum.
Þegar Kaupþing hóf starfssemi
sina var fjármagnsmarkaðurinn
enn nokkuð vanþróaður vegna
skorts á samkeppni á markaðin-
um og má ef til vill skýra það með
þvi að aðeins einn aðili stundaði
viöskipti með skuldarþréf. Þegar
Kaupþing kom til skjalanna var
25