Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Side 43

Frjáls verslun - 01.06.1985, Side 43
hver tilhneiging er varðandi skólasókn. Er hinn þátturinn í starfsemi Hagstofunnar lika mjög um- fangsmikill? „Já, það er mikil vinna í því fólgin að safna og henda reiður á öllum þeim upplýsingum sem viö vinnum með varðandi hagtölur. Úr þjóðskránni eru unnar margs konar upplýsingar um mann- fjölda, vöxt hans og viðgang, um fædda og dána, um frjósemi, gift- ingar, skilnaði og endurgiftingar, flutninga og þannig mætti lengi telja. Eitt helsta viöfangsefni töl- fræðinnar er einmitt i sambandi við mannfjölda. Þessar upplýs- ingar koma viða fram og eru víða notaðar." Mikil vinna við tollskýrslur „Þá safnar Hagstofan viða- miklum upplýsingum varðandi inn- og útflutning. Við fáum hing- aö allar tollskýrslur og tökum upp af þeim allra helstu upplýsingar, um upprunaland vöru, þyngd, tegund, CIF og FOB verð og flokkum allt niður og i þessu er gífurlega mikil vinna fólgin. Toll- skýrslur frá tollstjóranum i Reykjavík eru um tuttugu þúsund i hverjum mánuði. Tollstjóra- embættið er nú að undirbúa tölvuvæðingu tollskýrslna og þá má búast við að við fáum þær á tölvutæku formi, en hingað til höf- um viö fengið þær á pappir. Enn má nefna upplýsingasöfn- un sem fram fer vegna verövisi- talna sem við reiknum út. Það er mjög yfirgripsmikil vinna. Annars vegar er vísitala byggingakostn- aðar og hún er tiltölulega einföld, Þá má nefna að ýmis verkefni hagstofustjóra eru að sitja i ýms- um nefndum og er Hagstofan eða hagstofustjóri oft kallaður til að gefa álit á ýmsum atriðum sem eru til meðferðar hjá stjórnvöld- um, enda er Hagstofan hluti af Stjórnarráðinu." Margir eiga erindi við Hagstofuna Hvaða aðilar notfæra sér helst þessar upplýsingar og hagtölur? „Þeir eru fjölmargir. Bæði opin- berar stofnanir og ýmis einkafyr- irtæki hafa áhuga á að vita ýmis- legt um út- og innflutning, margs konar viðskiptasamningar manna á meðal og milli fyrirtækja eru byggðir á visitölum og þess vegna leita fjölmargir hingað til aðfylgjast með þeirn." Notfæra yfirvöld sér þá mögu- leika sem skrár Hagstofunnar bjóða upp á? „Yfirleitt hafa menn verið fljótir að sjá hvernig þeir geta hagnýtt sér upplýsingarnar sem hér er að fá og á það bæði við um einstak- linga og opinbera aðila.“ En hvaða erindi eiga einstak- lingar við Hagstofuna? „Mest leita þeir hingað eftir hvers kyns vottoröum. Það eru fæðingarvottorð, giftingarvottorð, staðfesting andláts og fleira og oft þurfa menn að leita upplýs- inga um nafnnúmer og aðsetur manna.“ Er starfsemi Hagstofunnar dýr? „Það held ég naumast. Mér finnst rekstrarkostnaðurinn ekki mikill miðað við umfang starf- seminnar og fjölda starfsmanna, en hér vinna um 40 manns. Á fjárlögum 1985 eru Hagstofunni ætlaðar 18.2 milljónir króna og til viðbótar er gert ráð fyrir um 1.8 m.kr. i sérstakar tekjur vegna þjónustu sem hún veitir. Það eru tekjur vegna vottorða, sem reyndar eru ekki hátt verölögð, en aðaltekjurnar koma frá ýms- um aðilum sem greiöa fyrir að fá að hagnýta þjóðskrána með ýmsu móti. Þá hefur Hagstofan tekjur af sölu og áskrift mánaðar- ritsins Hagtíðinda og ýmissa hagskýrslna." OLL ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA FYRIR EINSTAKLINGA OG HÓPA -JAFNT INNANLANDS SEM UTAN. SJÁUM UM HÓTELBÓKANIR OG AÐ SJÁLFSÖGÐU PÖNTUM VIÐ MIÐA í LEIKHÚS OG Á KNATTSPYRNULEIKI O.FL. flug og europcar bílar Á MEGINLANDI EVRÓPU HRINGIÐ OG FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR TRAUST ER TERRU-FEjRÐ! .FERÐASKRIFSTOFAN l&Terra LAUGAVEGI 28, 101 REYKJAvlK. SÍMI 297 40 OG621740 en hins vegar er visitala fram- færslukostnaöar. Þaö er mjög mikil nákvæmnisvinna að safna öllum upplýsingum fyrir útreikn- ing hennar. Þar byggjum við á verðlagi fjöldamargra vöruteg- unda, en starfsmenn Hagstof- unnar eða Verðlagsstofnunar safna þeim upplýsingum. Verð- vísitölurnar sýna breytingar verð- lags i landinu og eru reiknaðar mánaðarlega. 43

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.