Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 43

Frjáls verslun - 01.06.1985, Blaðsíða 43
hver tilhneiging er varðandi skólasókn. Er hinn þátturinn í starfsemi Hagstofunnar lika mjög um- fangsmikill? „Já, það er mikil vinna í því fólgin að safna og henda reiður á öllum þeim upplýsingum sem viö vinnum með varðandi hagtölur. Úr þjóðskránni eru unnar margs konar upplýsingar um mann- fjölda, vöxt hans og viðgang, um fædda og dána, um frjósemi, gift- ingar, skilnaði og endurgiftingar, flutninga og þannig mætti lengi telja. Eitt helsta viöfangsefni töl- fræðinnar er einmitt i sambandi við mannfjölda. Þessar upplýs- ingar koma viða fram og eru víða notaðar." Mikil vinna við tollskýrslur „Þá safnar Hagstofan viða- miklum upplýsingum varðandi inn- og útflutning. Við fáum hing- aö allar tollskýrslur og tökum upp af þeim allra helstu upplýsingar, um upprunaland vöru, þyngd, tegund, CIF og FOB verð og flokkum allt niður og i þessu er gífurlega mikil vinna fólgin. Toll- skýrslur frá tollstjóranum i Reykjavík eru um tuttugu þúsund i hverjum mánuði. Tollstjóra- embættið er nú að undirbúa tölvuvæðingu tollskýrslna og þá má búast við að við fáum þær á tölvutæku formi, en hingað til höf- um viö fengið þær á pappir. Enn má nefna upplýsingasöfn- un sem fram fer vegna verövisi- talna sem við reiknum út. Það er mjög yfirgripsmikil vinna. Annars vegar er vísitala byggingakostn- aðar og hún er tiltölulega einföld, Þá má nefna að ýmis verkefni hagstofustjóra eru að sitja i ýms- um nefndum og er Hagstofan eða hagstofustjóri oft kallaður til að gefa álit á ýmsum atriðum sem eru til meðferðar hjá stjórnvöld- um, enda er Hagstofan hluti af Stjórnarráðinu." Margir eiga erindi við Hagstofuna Hvaða aðilar notfæra sér helst þessar upplýsingar og hagtölur? „Þeir eru fjölmargir. Bæði opin- berar stofnanir og ýmis einkafyr- irtæki hafa áhuga á að vita ýmis- legt um út- og innflutning, margs konar viðskiptasamningar manna á meðal og milli fyrirtækja eru byggðir á visitölum og þess vegna leita fjölmargir hingað til aðfylgjast með þeirn." Notfæra yfirvöld sér þá mögu- leika sem skrár Hagstofunnar bjóða upp á? „Yfirleitt hafa menn verið fljótir að sjá hvernig þeir geta hagnýtt sér upplýsingarnar sem hér er að fá og á það bæði við um einstak- linga og opinbera aðila.“ En hvaða erindi eiga einstak- lingar við Hagstofuna? „Mest leita þeir hingað eftir hvers kyns vottoröum. Það eru fæðingarvottorð, giftingarvottorð, staðfesting andláts og fleira og oft þurfa menn að leita upplýs- inga um nafnnúmer og aðsetur manna.“ Er starfsemi Hagstofunnar dýr? „Það held ég naumast. Mér finnst rekstrarkostnaðurinn ekki mikill miðað við umfang starf- seminnar og fjölda starfsmanna, en hér vinna um 40 manns. Á fjárlögum 1985 eru Hagstofunni ætlaðar 18.2 milljónir króna og til viðbótar er gert ráð fyrir um 1.8 m.kr. i sérstakar tekjur vegna þjónustu sem hún veitir. Það eru tekjur vegna vottorða, sem reyndar eru ekki hátt verölögð, en aðaltekjurnar koma frá ýms- um aðilum sem greiöa fyrir að fá að hagnýta þjóðskrána með ýmsu móti. Þá hefur Hagstofan tekjur af sölu og áskrift mánaðar- ritsins Hagtíðinda og ýmissa hagskýrslna." OLL ALMENN FERÐAÞJÓNUSTA FYRIR EINSTAKLINGA OG HÓPA -JAFNT INNANLANDS SEM UTAN. SJÁUM UM HÓTELBÓKANIR OG AÐ SJÁLFSÖGÐU PÖNTUM VIÐ MIÐA í LEIKHÚS OG Á KNATTSPYRNULEIKI O.FL. flug og europcar bílar Á MEGINLANDI EVRÓPU HRINGIÐ OG FÁIÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR TRAUST ER TERRU-FEjRÐ! .FERÐASKRIFSTOFAN l&Terra LAUGAVEGI 28, 101 REYKJAvlK. SÍMI 297 40 OG621740 en hins vegar er visitala fram- færslukostnaöar. Þaö er mjög mikil nákvæmnisvinna að safna öllum upplýsingum fyrir útreikn- ing hennar. Þar byggjum við á verðlagi fjöldamargra vöruteg- unda, en starfsmenn Hagstof- unnar eða Verðlagsstofnunar safna þeim upplýsingum. Verð- vísitölurnar sýna breytingar verð- lags i landinu og eru reiknaðar mánaðarlega. 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.