Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.06.1985, Qupperneq 57

Frjáls verslun - 01.06.1985, Qupperneq 57
Fall dollarans gæti orðið jákvætt til lengri tíma litið Hlutdeild utanríkisviöskipta í þjóðarbúskap íslendinga er ein sú mesta meöal efnahagslegra þróaðra þjóöa. Aðeins örfáar þjóðir skáka okkur íslendingum í þessu sambandi. Þess vegna hafa allar hræringar í alþjóða- efnahagsmálum mjög djúptæk áhrif hérá landi. Vægi dollarans hefur löngum verið mikið í utanríkisverslun- inni. Tæpur þriðjungur af út- flutningsvörum íslendinga fara til Bandaríkjanna, auk þess sem viðskipti við Austur-Evrópu og Portúgal hafa löngum verið í dollurum. Innflutningur í dollur- um er á hinn bóginn hlutfallslega miklu minni en stór samt, þar sem allur innflutningur á oliuvör- um er reiknaður í Bandaríkjadöl- um. Beinn innflutningur frá Bandaríkjunum hefur eðlilega hraðminnkað vegna hins háa gengis á undanförnum árum eins og allir vita. Það er því óhemjumikið í húfi, ef dollarinn lækkar verulega frá því, sem hann er skráður, þegar þetta er ritað um miðjan júlímánuð (1 US$ = 40.70 IKR). En með gengismálin eins og með margt í efnahagsmálum er útkoman eða niðurstaðan ekki einhlít. Þó má fullyröa, að mikil lækkun dollarans muni hafa slæm áhrif til skemmri tíma litið. Helstu útflutningsvörur okkar munu lækka í verði en innflutn- ingurinn, sem mestmegnis er í Evrópumyntum mundi hækka í verði. Við þetta myndu svo viö- skiptakjörin versna. Verðlag inn- anlands mundi hækka og verð- bólgan kynni að aukast. Nú er það fyrirsjáanlegt, að fiskvinnsl- an getur ekki tekið á sig tekju- missi vegna gengisfalls dollar- ans, en megniö af tekjum fisk- vinnslunnar er í dollurum. Breyta þyrfti gengi krónunnar, þannig að íslenska krónan lækkaði í verði samhliða Bandaríkjadollar til þess að tryggja rekstrar- grundvöll fiskvinnslunnar. Slík gengisbreyting virkar eðlilega mjög verðbólguhvetjandi. í þessu efni er rétt að benda á nýgerða kjarasamninga. Þar er gert ráð fyrir mjög stífu aðhaldi í gengismálum, sem erfitt verður að framkvæma, ef dollarinn tek- ur dýfu niður á við. En á móti ofantöldum nei- kvæðum atriðum, má nefna, að lækkun dollarans og óhjá- kvæmileg hækkun Evrópugjald- miðla mun auðvelda mjög út- flutning á iönaðar- og sjávar- afuróum til Evrópulanda. Hækk- un Evrópumynta mun sennilega einnig bæta samkeppnisstöðu okkar með saltfisk á Portúgals- markaði. Eins og áður sagði, er olíuinn- flutningurinn í dollurum. Oliu- verö mundi lækka í raun með lækkandi dollaragengi. Kemur þaö útgerðinni sérstaklega til góöa. Milli 55 og 60% af erlendum skuldum (slendinga eru í dollur- um. Raunviröi þessara skulda mun eðlilega lækka við gengis- fall dollarans til hagsbóta fyrir allt þjóöarbúið. Þetta kann að vera sérstaklega mikilvægt fyrir þann mikla fjölda fyrirtækja, sem situr uppi með stórar doll- araskuldir og hafa átt í miklum erfiðleikum á tímum hágengis Bandaríkjadollars. En á móti er aö telja, að aörar erlendar skuld- ir eru í Evrópumyntum og Yen- um. Hér skal það sérstaklega nefnt, að afurðalán sjávarút- vegsins og útflutningsiðnaðar eru i SDR, en sú greiöslueining er þannig samansett, að dollar- inn er um 55% en ensk pund, franskir frankar, þýsk mörk og Yen vega afganginn. Því mun ekki verða nein stór breyting á gengi krónunnar gagnvart SDR- reikningseiningunni nema að til komi formleg gengisfelling krónunnar. Heildarútkoman út úr þessum bollaleggingum er því sú, að fall dollarans mun almennt hafa óheppileg áhrif, þegar til skemmri tíma er litið. Það má hins vegar vel vera, að ýmis jákvæð áhrif af gengisfalli doll- arans muni verða hinum nei- kvæðu yfirsterkari, þegar fram í sækir. Hér skal sérstaklega bent á aö raunvirði erlendra lang- tímalána í dollurum, sem verið hafa þjóöarbúinu mjög þung í skauti undanfarin ár, mun lækka. Ennfremur þarf að hafa í huga, að hærra gengi Evrópu- mynta bætir samkeppnisstöðu iðnaðarins bæði heima fyrir og erlendis. 57
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.