Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Side 12

Frjáls verslun - 01.09.1985, Side 12
BÓKSALA Árleg bóksala í kringum 500 milljónir króna — 320-350 titlar á markaðinn fyrir jólin Upplög bóka hafa farið minnkandi undanfarin ár. Árleg bókavertíð lands- manna er að liða þegar þessi orð eru rituö og er hún aö mestu svipuö fyrri bókavertíð- um. Þar er enginn kvóti, betur ef svo væri segja kannski sumir útgefendur, því þeim finnst sumum óþarflega margir titlar koma út í ár. Á jólabókamark- aðinn 1984 voru sendir liölega 300 titlar sem var af mörgum talið nokkuö hæfilegt. Árið 1983 var metár, fjöldi titla var þá yfir 450 og ýmsir nýir spá- menn höfðu þar minna upp úr krafsinu en til stóð í upphafi. í ár er talið að út komi hugsan- lega nokkru fleiri titlar en i fyrra. Eyjólfur Sigurðsson formaður Félags isl. bókaútgefenda telur þá geta orðið milli 320 og 350. Segir hann nokkra nýja aðila vera á ferð i ár, m.a. nokkra ein- staklinga og séu þess vegna um 30 til 40 fleiri bækur á markaði i ár en i fyrra. Tæplega 30 útgefendur Félag íslenskra bókaútgef- enda hefur á sinni skrá um 60 útgefendur. Ekki eru þeir allir virkir í dag en talið aö þeir séu milli 20 og 30. Gera má ráð fyrir aö starfsmannafjöldi þeirra sé nálægt 200. Þeir sem eru gamlir í hettunni segjast ekki ráðleggja neinum aö leggja þessa ,starf- semi fyrir sig, hún sé það mikið happdrætti. Samt er það svo að velgengni eitt árið hefur þaö i för meö sér að fleiri vilja fá sinn skerf af kökunni og þess vegna komu fram ný forlög árið eftir og framboöiö af bókum varð of mik- ið. Bókaþjóöinni ofbauð og um leið urðu óvenju miklar verð- hækkanir milli ára og átti þaö allt þátt i aö draga úr þóksölunni. 12

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.