Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 15

Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 15
Bókin heldur velli Flestir útgefendur eru sam- mála um aö bókin muni enn um ókomin ár halda velli sem jóla- gjöf. Salan hafi dalaö fyrir tveim- ur árum en sé nú aö ná sér upp aftur. Segja þeir aö ’lslendingar muni seint hætta að gefa vand- aðar bækur i jólagjöf og þvi verði jafnan erfitt aö gefa þækur út á öörum árstímum svo nokkru nemi. Minna má þó á aö bóka- klúbbarnir gefa út bækur allt áriö og meira ber á tilraunum nú en áöur meö aö gefa út kiljur. Er þeim einkum ætlaö aö vera farvegur afþreyingarbókmennta sem menn geti lesið í sumarfri- inu. En þar er markaöurinn lika erfiöur þvi þar eru fyrir timaritin. Bókaútgefendur hafa jafnan háö haröa samkeppni um mark- aðinn, hugmyndir og höfunda. Vissulega er sú samkeppni áfram fyrir hendi en nú ber einn- ig meira á ýmsu samstarfi þeirra í milli. Á bókaþingi á liönu hausti, hinu fyrsta komu fram fulltrúar hinna ýmsu aöila og stétta sem koma nálægt bókum, samningu, prentun, útgáfu og sölu. Þar voru flutt erindi um alla þessa þætti og menn settu sig i hver annars spor. Eftir bókaþingiö var stofn- uö nefnd til aö fjalla um sam- starfsleiðir og er nú i burðarliðn- um Bókasamband islands. Er þvi ætlað aö ýta undir og efla sam- stööu þessara aöila allra er hafa með bækur aö gera á einn eöa annan hátt. Aukin samstaða útgefenda t.d. varöandi sameig- inlegar auglýsingar hefur þegar haft nokkurn árangur i för meö sér aö mati Eyjólfs Sigurössonar og meö stofnun hins nýja sam- bands vænta menn enn meiri festu i þessu samstarfi. Segist formaöurinn vona aö brátt veröi hægt að gera eins og viöa er- lendis að fá hlutlausan aöila til aö safna upplýsingum frá útgef- endum um upplag og sölu, allt um bóksölu og hvert stefni í þessum málum. Gætu útgefend- ur síðan notaö þaö i starfi sinu. Þá segir Eyjólfur þaö breytingu frá fyrri árum aö nú sé þaö al- mennt viðurkennt af útgefendum aö markaðurinn þoli kringum 300 titla þessi árin. Vilji þeir nú hugsa raunhæfara en áður og leggi ekki út i blinda samkeppni. Álag á haustin Þekktur er sá vandi meöal allra er fást viö útgáfu aö þar sem flestar bækur koma út síö- ustu vikur ársins er mikiö álag á bókageröarmönnum á siöasta ársfjóröungnum. Sem dæmi má nefna aö Þorgeir Baldursson forstjóri Odda lýsti þvi á bóka- þinginu aö um 30% innbundinna bóka væru unnar i Odda á fyrstu 8 mánuðum ársins en 70% árs- framleiðslunnar fer fram siðustu 4 mánuöi ársins. Minnti hann á aö hér væri ekkert fyrirtæki i prentiðnaði er gæti starfaö ein- göngu viö bókaframleiðslu, þar yröu aö koma til aörir þættir og sérhæfing þvi erfiðari. Þaö kæmi fram i því aö viö vélakaup yröi aö hafa sem mest i huga fjölþætt not vélanna fremur en sérhæf- ingu. Sagói Þorgeir aö bækur væru um 26% af framleiðslu Odda i dag en voru áriö 1981 um 33%. Á þessum tima hefur heildarframleiðsla fyrirtækisins rúmlega tvöfaldast. Hagræðingar þörf Ljóst má vera aö meö aukinni skipulagningu má koma viö betri nýtingu og hagræöingu i útgáfu- starfsemi. Nokkuð er um þaö aö forlög semji um vinnslu bóka snemma á árinu gegn greiðslu siöast á árinu og nái jafnvel góöu veröi á þann hátt. Prent- verkið er þá aö nýta annars dauðan tima og forlagiö fær gott verö. Þorgeir benti i erindi sinu einnig á þætti eins og aukna samvinnslu bóka. Hér væri alltof mikiö um að hver bók væri unnin sjálfstætt i staö þess aö staöla þær meira og væri ótrúlegt hag- ræöi aö þvi aö geta unniö fleiri en eina bók í sömu vélastilling- um. Einnig væri nánast óþekkt aö útgefendur létu prenta fleiri en eina bókarkápu samtimis. 15

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.