Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 30

Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 30
ULLARIÐNAÐUR Staða ullariðnaðar er tals- vert óljds um þessar mundir Texti: Jóhannes Tómasson. Staða ullariðnaðar lands- manna er nokkuð óviss um þessar mundir. Á síöasta ári var afkoman allgóð en í ár er útlit fyrir nokkru minni útflutnings- verömæti þrátt fyrir magnaukn- ingu. Um þessar mundir stend- ur yfir helsti kynningar- og sölutíminn og ekki verður Ijóst fyrr en nokkru eftir áramót hvernig heildarafkoman verður og hvað er líklegt að seljist á næsta ári. Um 840 tonn árið 1984 Þrjú útflutningsfyrirtæki eru stærst í sniðum í ullariðnaði og teljum við þar fatnað, áklæöi og band. Iðnaðardeild Sambands- ins, Álafoss og Hilda eru stærstu aðilarnir en auk þeirra eru nokkrir smærri sem sjá sjálfir um sölu á framleiöslu sinni. Stóru fyrirtækin framleiða sjálf vöruna en fá einnig aðra aðila til að framleiða upp i gerða samninga ef henta þykir. Sum prjóna- og saumafyrirtæki framleiða ein- göngu fyrir þessa stóru aðila. Á síðasta ári voru flutt út um 840 tonn af islenskri ullarvöru. Af þvi magni fóru 438 tonn til Sovétrikjanna en lönaðardeild Sambandsins og Álafoss sjá um söluna þangað. Heildarverðmæti þessa útflutnings var 785 mill- jónir króna og verðmætið sem selt var til Sovétrikjanna var 265 millj. króna. Af verömætinu fer nálægt 30% til Sovétrikjanna, um 20% til Bandaríkjanna og hinn helmingurinn skiptist á ýmis lönd i Evrópu og er Bret- land þar einna efst á blaði. Forráðamenn þessara þriggja stærstu útflutningsfyrirtækja voru sammála um að yfirstand- andi ár kæmi lakar út en 1984. Það ár og þrjú árin á undan eru talin allgóð. Nú stendur yfir mesta sölutímabilið, þ.e. frá 30

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.