Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 38

Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 38
Islandi, aö minnsta kosti ekki i þessum rekstri. Menn veröa aö vinna til þess aö ná árangri og halda utan um sin mál af ábyrgö. i hverri vöru sem i verslun minni er eru fjármunir og þá má ekki fara meö i vaskinn," sagöi Garö- ar. — Flytur þú inn þinar vörur sjálfur? „Allur sá fatnaður sem ég hef á boðstólum er innfluttur og ég flyt hann inn sjálfur. Til að þetta geti gengið vel verður maöur aö hafa þann háttinn á, - aö hafa enga milliliði. En þetta krefst mikillar yfirlegu. Þaö gerir sér enginn grein fyrir því sem ekki þekkir, hvaö þetta er mikil vinna. Ég fer alls sex sinnum á ári i viðskiptaferðir og i þessum ferö- um skoðar maöur þúsundir efna og sniöa og maður veröur að sjá breytingarnar 8 mánuöi fram i timann, þannig aö nú er ég aö hugsa fyrir vor- og sumarfatnaði hjá mér. Stóru fyrirtækin erlend- is ráöa fatalinunni nær ein- göngu, þannig aö maöur hefur ekki beinlinis áhrif á tiskuna i þeim skilningi. Hins vegar veröur maður aö velja þaö úr sem maö- ur telur henta islenskum smekk. I herrafatnaöi er þaö einkum ítalia sem gefur tóninn. Hins vegar hafa Þjóöverjar besta númerakerfiö i fatnaöi, aö minnsta kosti þaö sem best hentar okkur hér. Þegar ég kaupi inn, kaupi ég italska hönn- un meö þýsku númerakerfi, en einnig kemur frönsk hönnun nokkuö viö sögu,“ sagöi Garöar. - Hvernig gengur þér aö halda utan um reksturinn sem fer si- fellt stækkandi? „Hjá mér er allt bókhaldiö tölvustýrt og ég fæ úttekt á þvi einu sinni i mánuöi og fylgist þannig meö hreyfingunni. Sem dæmi um stýringuna í þessu hélt Herragarðurinn sina fyrstu út- sölu i fyrra. Þaö var ekki vegna rangra innkaupa, heldur vegna þess aö bruni varö i bakhúsi hér og því taldi ég nauðsynlegt aö hafa útsölu, enda þótt engar skemmdir yröu. En ef eitthvaö óeðlilegt kemur i Ijós viö mánaö- arúttektirnar, er brugöist viö þvi strax. Ég set einnig talsverða ábyrgö á starfsmennina. Starfs- mennirnir bera ábyrgö á rekstr- inum aö hluta og öll vandamál sem upp koma eru rædd. Til dæmis ef i Ijós kæmi aö of mikið væri til af ákveðnum númerum en of litið af öðrum, þá eru or- sakir þess ræddar i þvi skyni aö útiloka mistök af þvi tagi siðar- meir. Hér er eftirlit meö vörum og vörurýrnun mikiö. Meö þessum aöferöum tel ég mig ná þvi út úr starfsmönnunum sem nauösynlegt er, en þeir njóta þess einnig, þvi góöur starfsmaður er gulls ígildi," sagöi Garðar. — Hefur þú hugmynd um hlut- deild þina i markaðinum? „Já, ég hef þaö. Ég sel um nokkur þúsund föt á ári, ef maö- ur tekur eitt dæmi, en þar en þar á ég viö jakkaföt. Ég tel mig vera meö á bilinu 20-25% af þessum hluta markaöarins og er mjög ánægöur meö þaö. Mér finnst það vera meö ólik- indum hvaö þetta hefur gengið vel hjá mér, en þetta er vinna og aftur vinna. Aöal máliö er aö vera niöri á jöröinni og gera sér grein fyrir því hvaö viöskiptavinirnir vilja, en vera ekki i neinum þykj- ustuleik. Mergurinn málsins er aö vera jarðbundinn og horfast i augu viö staöreyndir, — aö sjá hlutina eins og þeir eru, en ekki eins og maður vill aö þeir séu,“ sagói Garðar Siggeirsson að lokum. 38

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.