Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Qupperneq 39

Frjáls verslun - 01.09.1985, Qupperneq 39
TÖLVUR Við erum ákveðnir í að halda okkar vaxandi markaðs- hlutdeild áfram —segir Erling Ásgeirsson annar eigenda Gísla J. Johnsen Flestir íslendingar munu kannast viö fyrirtækið Gísli J. Johnsen en þaö ber nafn og var í eigu eins kunnasta athafna- manns landsins á sínum tíma. Gísli J. Johnsen var um langt skeiö meö umfangsmikinn at- vinnurekstur í Vestmannaeyjum og var brautryðjandi ýmissa nýj- unga í útgerö og fiskvinnslu hér- lendis. Eftir að Gísli fluttist til Reykjavíkur setti hann á stofn verslun sem lengst af var á Tún- götunni þar sem hann seldi bæöi ýmsan búnað til sjávarút- vegsins og eins skrifstofuvéiar og áhöld. Við fráfall Gísla keypti Guömundur Lúöviksson fyrir- tækið og fluttist þaö þá á Vest- urgötuna. Ekki er hér ætlunin aö rekja sögu Gísla J. Johnsens enda væri efni í meira en eina blaöagrein heldur segja lítillega frá rekstri fyrirtækisins eins og hann er nú og þeim tveimur ungu athafnamönnum sem eru nú aðaleigendur þess hluta fyr- irtækisins sem sér um skrif- stofuvélaþjónustuna. En sannar- lega er þaö vel við hæfi og í anda Gísla J. Johnsens aö fyrir- tæki sem ber nafn hans skuli nú vera orðið eitt af leiöandi ís- lenskum fyrirtækjum í sölu tölva og hugbúnaðar hérlendis - þess búnaðar sem segja má að sé að færa mannfólkiö inn á nýtt tækniþekkingarsvið. Aðaleigendur Gisla J. Johnsen eru nú tveir ungir menn: Erling Ásgeirsson og Gunnar Ólafsson. Nýlega flutti fyrirtækiö starfsemi sina I nýtt húsnæði að Nýbýla- vegi 16 i Kópavogi og hefur það verið einkar smekklega innréttað með þarfir fyrirtækisins í huga. Við heimsóttum fyrirtækið fyrir skömmu og spjölluðum við Erling. Það fyrsta sem við rákum augun i inni á skrifstofu hans var stór mynd af hjónunum Gisla og Önnu Johnsen og i einni hillunni hjá Erling lá gömul höfuðbók fyrir- tækisins snyrtilega handskrifuð. Segja má að hún hafi verið tákn liðins tíma i íslenskri skrifstofu- vinnu. Hvarvetna annars staðar blasti hins vegar við nýi timinn - tölvutíminn. — Þaö var árið 1982 að ég réðst i að kaupa þann hluta fyrir- tækisins Gisli J. Johnsen sem seldi skrifstofuvélar og skrif- stofubúnað, sagði Erling. — Þá var ég búinn að starfa hjá IBM á Islandi i níu ár og var þar sér- fræðingur i tæknideild. Haföi ég á höndum viðhald og uppsetningu hinna ýmsu véla. IBM er mjög góður húsbóndi og gefur mönn- um tækifæri en samt sem áður var það þannig að mér fannst ég vera kominn að ákveðnum enda- punkti og valið standa á milli þess að sitja áfram á sinum stað eða þá aö takast á við eitthvað nýtt. Þegar mér bauðst að kaupa Gisla J. Johnsen ákvað ég að slá til - fannst þetta heillandi verk- efni. En eftir að ég hafði ráöist i 39
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.