Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Side 42

Frjáls verslun - 01.09.1985, Side 42
fjölmargir nota slikar tölvur til þess sem hugmyndin var meö framleiðslu þeirra og hafa stigið sin fyrstu skref i tölvunotkun einmitt með slíkum tölvum. — Er nokkuð séð hver þróunin verður i tölvunotkun á næstunni? — Nei, og það er erfitt að átta sig á því. Ég held að tölvuþróunin sé i raun enn á bernskuskeiði sinu og á þessari stundu átti menn sig ekki á þvi hvað tölvan mun leika stórt hlutverk i lifi fólks í framtiðinni. Eflaust munu tölvur leysa fjölmörg verkefni sem okk- ur dreymir ekki um nú að unnt sé að tölvuvæöa. Breytingin kann t.d. aö verða i kjölfar þess að áður en langt um liður kemur fólk inn á vinnumarkaðinn sem hefur allt önnur viðhorf til tölvunotkunar en sú kynslóð sem nú er at- kvæðamest á vinnumarkaðinum. Unga fólkið kynnist nú tölvum sem sjálfsögðum hlut. Tölvu- kennsla er komin eða er að koma inn í skólakerfið, meira að segja í grunnskólana. Nýja kynslóðin er því ekki haldin þvi sem kallað er tölvuhræösla og því verða ekki neinir fordómar sem takmarka hugmyndaflugið. Ég hef hins veg- ar ekki trú á því að tölvur verði notaöar til að geyma matarupp- skriftir eöa til þess að slökkva eða kveikja á bakarofnum i nein- um mæli. Lífið yrði of leiðinlegt ef tölvunum væri ætlað að gera bókstaflega allt. — Þú talaöir um tölvuhræðslu - verðið þið varir viö hana? — Hræðsla er ef til vill of sterkt orð. En vissulega eru þeir margir sem telja sér það ofviða að til- einka sér þessa nýju tækni. Mér finnst óttinn aðallega liggja i þvi að fólk er hrætt við að opinbera vankunnáttu sina - vilja ekki láta aðra vita af því að þeir hafi ekki „vit“ á málinu. Úr þessu getur orðið hálfgerður hráskinnsleikur. Margir fara þá leið að skýla sér á bak við sérfræðinga og risiö hefur upp ný stétt, tölvuráðgjafar. Menn eiga ekki að fyrirverða sig fyrir aö kunna ekki á þessa nýju tækni og þeir eiga að notfæra sér þá möguleika sem eru fyrir hendi til þess aö læra á tækin. Tölvu- notkun er nú oröin mjög aðgengi- leg, forritin hafa verið einfölduð og eru ekki flóknari en svo aö auðvelt er fyrir hvern sem er að tileinka sér það sem með þarf á tiltölulega skömmum tima. Áður var vikiö aðeins að tölvu- notkun framtíðarinnar en þegar farið var nánar út í þá sálma sagði Erling: — Ég held aö aöalbreytingin sem verður nú á næstunni og varðar almenning verði sú að tölvur verða meira notaðar til að afla og geyma upplýsingar en áður. Möguleiki á allskonar sam- tengingum er nú fyrir hendi, fólk getur fengiö tölvurnar sinar tengdar við upplýsingabanka, notað þær sem telextæki o.s.frv. • Tölvu- þróunin erog veröur endalaus • Þá er þaö einnig mjög veigamikið aö þróunin hefur orðið sú að fólk getur notað sama kerfið við mis- munandi tölvubúnað. Þetta eitt út af fyrir sig hefur aukið möguleik- ana hjá hugbúnaðarfyrirtækjun- um verulega. Áður þurftu þau að vera bundin ákveðnum tölvuteg- undum. Sem fyrr greinir keypti Erling Ásgeirsson fyrirtækið árið 1982. Siðar gerðist Gunnar Ólafsson meðeigandi hans en Gunnar starfaði áður hjá IBM. Þeir skipta þannig verkum með sér að Erling er framkvæmdastjóri tæknisviðs og sér um starfsmannahald fyrir- tækisins en Gunnar er fram- kvæmdastjóri markaðsmála og fjármála og sér um rekstur skrif- stofunnar. Deildarstjóri sölu- deildar er Ásgeir Ásgeirsson, Björn Ingi Magnússon er deildar- stjóri hugbúnaðardeildar og þeir Geir Þorsteinsson og Reynir Guðmundsson eru deildarstjórar tæknideildarinnar. Það hefur ver- ið i mörg horn að lita hjá þeim fé- lögum Erling og Gunnari en samt var ekki úr vegi að spyrja Erling um áhugamál hans. — Iþróttir eru aðal áhugamál mitt, sagði Erling. — Ég hef gam- an af þvi að fylgjast með þeim og er einnig beint þátttakandi i iþróttum. Þvi má skjóta hér inn aö Erling er einn af kunnustu sigl- ingamönnum landsins og varð t.d. í þriðja sæti á nýafstöönu is- landsmóti á kjölbátum. Meðal þeirra sem voru i áhöfn hans var meðeigandinn, Gunnar Ólafsson. — Með siglingunum fæ ég til- breytingu frá daglegu amstri og auk þess góöan félagsskap. Ég verö að játa aö ég hef afskaplega gaman af kappsiglingum og fæ þar sennilega útrás fyrir sam- keppnisáráttuna. Þar fyrir utan er það mjög góður hópur sem stundar siglingarnar og við höfum töluverð samskipti, förum t.d. í ferðalög saman á sumrin. Að lokum var Erling spurður um framtiðarmarkmið fyrirtækis- ins. Hann brosti viö og sagði að það væri kannski ekki rétt að tjá sig alltof mikiö um þau. — En það hlýtur aö vera markmið okkar að festa okkur enn betur í sessi á markaðnum. Við höfum átt með- byr að fagna og náð aukinni markaðshlutdeild sem við ætlum okkur að halda. Viö ætlum að efla skólahaldið hjá okkur og eins og frá upphafi munum við leggja höf- uðáherslu á aö þjóna viöskipta- vinum okkar sem allra best - við viljum fá að vera meö i þvi sem þeir eru að gera. Tölvuþróunin er og verður endalaus og það er i rauninni stórkostlegt aö eiga möguleika á að vera með i henni og leggja hönd að þvi aö koma henni í framkvæmd. 42

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.