Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 63

Frjáls verslun - 01.09.1985, Síða 63
isfærir. Þriöja stórverkefnið sem viö fengum fljótlega var mynda- bókin ísland eftir Hjálmar R. Báröarson. Hann lét okkur búa til prufuform sem siöan var sent til útlanda og prentaö þar og út- koman þótti svo góö aö viö feng- um verkefnið. Enn eitt stórverk- efniö var vinnsla Jónsbókar og Nikulásarsögu og erum viö mjög stoltir af þvi hvernig tókst þar til. Menn frá Handritastofnuninni fylgdust mjög vel meö vinnslunni og báru stööugt saman og ég held aö þaö hafi veriö niðurstað- an aö þaö sem viö vorum aö gera stóð jafnvel þvi framar sem gerö- ist erlendis." Þorkell sagði aö þvi heföi verið spáö er þeir fengu tækið aö ekki yröi nóg fyrir þaö aö gera. „Ann- aö kom fljótt upp á teninginn. Verkefnin voru svo mikil að viö unnum nætur og daga á þrískipt- um vöktum og kom þaö oftast i minn hlut aö vinna á nóttunni. Þaö kom þvi fljótlega aö þvi aö viö fórum aö hugsa okkur til hreyfings aö nýju og i febrúar 1982 fengum viö annaö tæki. Og þótt ekki væri liðin lengri timi frá þvi aö viö fengum fyrsta tækiö var nýja tækiö langtum fullkomn- ara en þaö gamla. Nú var leiser- tæknin komin til sögunnar og tækiö teiknaði sjálft upp mynd- irnar. Gæðaleg útkoma var þvi betri en áður og auk þess var nýja tækiö fjórum sinnum fljót- virkara. Eftir aö viö fengum þetta tæki komu fleiri slík til landsins. Þeir sem eru meö hliöstæðan rekstur og viö höföu hinkrað viö. Þeir sáu aö mikil framþróun var i tækninni og vonuóust eftir aö tækin lækkuðu I veröi, en svo varö ekki. Þaö virðist einfaldlega svo aö ef menn ætla aö biða eftir einhverju lokastigi í prenttækni um þessar mundir þá missa þeir algjörlega af lestinni, þvi breyt- ingarnar og framþróunin er stöö- ug.“ Nú hefur Prentmyndastofan hf. nýlega fengið þriöja tækiö. Og þaö er enn fullkomnara en hin tækin tvö — kannski út af fyrir sig jafnmikil breyting og var á sinum tima er fyrsti „skannerinn" kom. Nýja tækið er tengt tölvuskeyt- ingu og á vafalaust eftir að breyta miklu. Þorkell segir aö meó þess- ari nýju tækni veröi litgreiningin enn nákvæmari en áöur og unnt veröi aö gera ýmislegt sem áöur var nánast óframkvæmanlegt. Er þetta fyrsta tækiö sinnar tegund- ar sem tekið er i notkun hérlend- is. Svo sem fram kom i upphafi er Prentmynastofan nýlega flutt i eigiö húsnæöi viö Súðavog í Reykjavik. „Viö keyptum hér byggingarétt i júli áriö 1984. Átti Þórir veg og vanda aö bygginga- framkvæmdum sem gengu mjög vel og viö vorum fluttir inn 1. september 1985,“ sagöi Þorkell. „Meö tilkomu þessa nýja hús- næöis varö gjörbreyting til batn- aöar á aöstööu fyrirtækisins. 63

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.