Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 5

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 5
itstjórnargrein Frjáls verslun Stofnað 1939 Sérrit um viðskipta-, efnahags- og atvinnumál RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: Kjartan Stefánsson LJÓSMYNDARAR: Jens Alexandersson LofturÁsgeirsson AUGLÝSINGASTJÓRI: Sjöfn Sigurgeirsdóttir ÚTGEFANDI: Frjálst framtak hf. Tímaritið er gefið út í samvinnu við samtök í verslun og viðskiptum SKRIFSTOFA OG AFGREIÐSLA: Ármúli 18, sími 82300 Auglýsingasími 31661 RITSTJÓRN: Ármúli 38, sími 685380 STJÓRNARFORMAÐUR: Magnús Hreggviðsson AÐALRITSTJÓRI: Steinar J. Lúðvíksson SKRIFSTOFUSTJÓRI: Halldóra Viktorsdóttir ÁSKRIFTARVERÐ: 945 kr.,jan. — júní, (eintak í áskrift 189 kr.) LAUSASÖLUVERÐ: 229 kr. SETNING, PRENTUN OG BÓKBAND: Prentstofa G. Benediktssonar LITGREININGAR: Prentmyndastofan hf. Öll réttindi áskilin varðandi efni ogmyndir. Þörf á breyttu skattakerfi Umræður um skattamál snúast gjaman um nauðsyn þess að ríkið dragi úr sívaxandi skattheimtu og er ekki vanþörf á því. Hitt er þó ekki síður mikilvægt að gefa því gaum 1 vemig ríkið aflar teknanna. Þar er margs að gæta. Skattheimtan má hvorki mismuna þegnum landsins né beina atvinnustarfsemi á ranga braut. Söluskatturinn, sem gefur ríkinu mestar tekjur, hefur verið gagnrýndur m.a. fyrir þessar sakir og tillögur hafa komið fram um að taka upp virðisaukaskatt í hans stað. Söluskattur í núverandi mynd hefur verið innheimtur frá árinu 1960. Frá þeim tíma hafa allar aðstæður breyst og viðskipti tekið stakkaskipt- um. Fjölgun undanþága, aukin sérhæfing í atvinnulifinu og há skatt- prósenta hefur leitt til þess að það kerfi sem nú er stuðst við hentar eng- an veginn. Yfirvöld eiga í sivaxandi erfiðleikum með að koma fram réttlátri inn- heimtu skattsins og gjaldendur hans eru í óvissu um skattskyldu í mörg- um tilvikum. Óþolandi réttaróvissa ríkir á fjölmörgum sviðum varðandi innheimtu söluskatts. ★ I blandaðri verslun er miklum erfiðleikum háð að greina á milli sölu á þeim vörum sem eru söluskattskyldar og sölu á þeim vörum sem ekki eru söluskattskyldar. ★ Veruleg vandkvæði eru á innheimtu söluskatts af ýmissi innri starf- semi og notkun fyrirtækja á eigin þjónustu og framleiðslu. Af þessu getur leitt mismunun gagnvart aðkeyptri vöru og þjónustu. ★ Vegna uppsöfnunar söluskatts í framleiðslu getur hann í mörgum til- vikum staðið í vegi fyrir eðlilegri þróun í framleiðslu m.a. fyrir nauð- synlegri sérhæfingu. Reynt hefur verið að bæta úr göllum söluskattsins með undanþágum og endurgreiðslum en reynslan er sú að þær aðgerðir hafa skapað fleiri vandamál en þær haf a leyst. Virðisaukaskatturinn eyðir sjálfkrafa flestum göllum söluskattsins. Virðisaukaskatturinn er hlutlaus gagnvart atvinnulífinu og einstökum greinum þess. Hann hvorki ívilnar né íþyngir einstökum aðilum. Skatt- urinn hefur þar af leiðandi ekki áhrif á dreifingu framleiðsluafla til hinna ýmsu framleiðslugreina og stuðlar því að skynsamlegri nýtingu þeirra. Einn meginn kostur virðisaukaskattsins er sá að hann safnast ekki upp í vöruverði á hinu mörgu framleiðslu- og viðskiptastigum á leið vör- unnar til neytandans. Skatturinn er því hlutlaus gagnvart vali neytand- ans. I utanríkisviðskiptum er virðisaukaskattur hlutlaus bæði að því er varðar inn-og útflutning. Skattur sem leggst á innflutning er jafnhár og skattur á innlenda framleiðslu. Útfluttar vörur eru undanþegnar skattin- um svo þær standa jafnfætis vörum annarra þjóða á erlendum mörkuð- um. Þannig hefur skatturinn ekki neikvæð áhrif á samkeppnisstöðu ís- lensks útflutnings eins og núverandi söluskattskerfi getur gert. Að sjálfsögðu er virðisaukaskatturinn ekki gallalaus. Bæði hefur verið rætt um aukna skriffinnsku, meiri fjárbindingu í sumum greinum og síð- ast en ekki síst að hann leiði til hækkunar á matvörum. Sumt í þessari gagnrýni á rétt á sér annað ekki. Til dæmi er alls óvist að meira pappírs- flóð fylgi virðisaukaskatti en söluskatti og áhrifum á matvöruverð má eyða með margvíslegum hætti. Meginmálið er þó að virðisaukaskattur- inn hefur miklu fleiri kosti en galla og hann er miklu heilsteyptari lausn en götótt og illframkvæmanlegt söluskattskerfi. 5
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.