Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 11

Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 11
réttir Mikið tap hjá Sambandinu —Ákvörðun um harkalegan niðurskurö tekin á skyndifundi —Verður rekstri Torgsins hœtt? Samkvæmt heimildum Frjálsrar verslunar bend- ir margt til þess aö fleiri deildir og/eða fyrirtæki Sambandsins verði lögð niður eða starfsemi þeirra verði dregin saman í kjöl- far ákvörðunar um að leggja niður fræðslu-og kaupfélagadeild, þróun- ardeild, skrifstofuna í Hamborg o. fl. Þar er ofarlega á blaði verslunin Torgið, sem mikið tap varð á á síðasta ári. Einn- ig er búist við aðgerðum gagnvart ullariðnaðinum. Samkvæmt upplýsing- um sem blaðið hefur aflað sér eru stjórnendur SIS mjög áhyggjufullir yfir miklu tapi fyrirtækisins á síðasta ári, en engar tölur um tap hafa fengist Leyfi aftur- kölluð Samgönguráðuneytið setti á laggimar á dögun- um þriggja manna nefnd sem hefur það hlutverk að gefa umsögn sína um beiðnir um Ieyfi til rekst- urs ferðaskrifstofa, en auk þess var nefndinni falið það verkefni að end- urskoða þau leyfi sem fyr- ir eru. Þegar hefur nefndin tekið ákvörðun um það að svipta tvær ferðaskrif- stofur leyfum sínum, en það em Evrópuferðir Jó- hönnu Tryggvadóttur og Víðsýn sem er í eigu Franks M. Halldórssonar. I báðum tilvikum áleit nefndin að ferðaskrifstof- umar sinntu litlu sem engu starfi og væri því óeðlilegt að þær hefðu leyfin. staðfestar. Þær breyting- ar sem þegar hafa verið ákveðnar voru teknar á stjórnarfundi SIS sunnu- daginn 16. mars. Er það óvenjulegt að fundir á þeim vígstöðvum séu haldnir á slíkum tíma, ekki síst þegar miðstjórn Framsóknarflokksins heldur fund á sama tíma og fór fundurinn mjög leynt. Innan Sambandsins eru fjölmargir starfsmenn bæði undrandi og reiðir vegna þessara atburða og liklegt er talið að fleiri starfsmenn missa vinn- una en fyrst var haldið, eða 60-70, en ekki 50-60. Mikil undiralda er meðal starfsmanna vegna þessa máls. Telja sumir að hér sé á ferðinni valdabarátta innan SIS, en ekki er Ijóst á milli hverra. Samkvæmt heimildum blaðsins kem- ur þar tvennt til, annars vegar að Guðjón B. Ólafs- son verðandi forstjóri SíS standi að baki þessum breytingum, eða að um sé að ræða baráttu tiltekinna stjórnarmanna við embættismenn. Nýju hluthafarnir í Arnarflugi: Vilja Magnús Gunnarsson í stjórnarformennsku Ljóst er orðið hverjir verða stærstir í hópi nýrra hluthafa í Amar- flugi, en á dögunum var boðið út nýtt hlutafé í fé- laginu. Nýir hluthafar skiptast aðallega í tvo hópa; aðilar í ferðaiðnaði og ýmsir aðrir aðilar í einkarekstri. Hvað aðila í ferðaiðnað- inum áhrærir, þá er þar um að ræða fyrirtæki eins og ferðaskrifstofuna Atl- antik, ferðaskrifstofuna Samvinnuferðir Landsýn, hluthafa í Útsýn, Hótel Holt, Hótel Sögu og Bíla- leigu Akureyrar, svo ein- hverjir séu nefndir. Þessir aðilar verða þó í veruleg- um minnihluta. Hinn hóp- urinn em menn úr við- skiptalífinu. Þar em fremstir í flokki þeir Hörður Einarsson og Sveinn R. Eyjólfsson, aðaleigendur DV, Pétur Bjömsson í Coke, Guð- laugur Bergmann í Kamabæ og nokkrir aðil- ar til viðbótar þeim tengd- ir. Þá má nefna að hart hefur verið lagt að Magn- úsi Gunnarssyni, fram- kvæmdastjóra Sölusam- bands ísl. fiskframleið- enda, SÍF, og fyrrum framkvæmdastjóra Am- arflugs, að að taka að sér stjómarformennsku í nýrri stjórn Amarflugs sem að líkindum verður skipuð á næstu vikum. Hefur það kvisast út að sumir hinna nýju hluthafa hafi sett það sem skilyrði að Magnús taki að sér for- mennsku, þar sem hann er bæðin talinn snjall í viðskiptum og hafi yfir- gripsmikla þekkingu á flugrekstri. Aukið sætaframboð Athygli vekur að í sum- ar bjóða íslensku ferða- skrifstofumar upp á vem- lega aukið sætaframboð í sólarlandaferðum sínum, eða sem nemur allt að 5.000 sætum. Sérstak- lega hefur framboðið til Mallorca á Spáni verið aukið, auk þess sem tals- verðu magni af sætum á ítaliu hefur verið bætt við. Þeir sem þama standa fremstir í flokki em Sam- vinnuferðir Landsýn sem taka upp flug til Mallorca eftir langt hlé. Þá hefur ferðaskrifstofan Terra tvöfaldað framboð sitt á sætum til Ítalíu í sumar. Ferðaskrifstofan Pólaris hefur ekki verið með sól- arlendaferðir fyrr en í sumar, en nú býður ferða- skrifstofan bæði ferðir til Mallorca og Ibiza á Spáni. Er það spá margra sem glöggt þekkja til þessara mála að erfitt verði fyrir ferðaskrifstofumar að fylla leiguflugsferðir sín- ar í sumar. 11

x

Frjáls verslun

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.