Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 20

Frjáls verslun - 01.02.1986, Qupperneq 20
Erfitt er að segja til um hvernig tryggingamarkaðurinn skiptist milli einstaklinga og fyrirtækja. Ljóst er þó að um verulegar fjárhæðir er að tefla á fyrirtækjamarkaðnum og talið er að mörg fyrirtæki séu vantryggð. Iðgjaldatekjur tryggingafélaganna á árinu 1984 voru um 2.8 milljarðar króna að endurtryggingum meðtöld- um. Breytilegt er hve fyrirtækja- tryggingar vega þungt í rekstri ein- stakra tryggingafélaga. Sum eru nær eingöngu með fyrirtæki en önnur nær eingöngu með einstaklinga og allt þar á milli. Hjá Sjóvátrygginga- félagi íslands er þessi skipting þannig að 45% af iðgjöldunum koma frá fyrirtækjum og 55% frá einstakl- ingum, að sögn Sigurjóns Pétursson- ar, aðstoðarframkvæmdastjóra Sjó- vá. Það var Reykvísk endurtrygging hf. sem reið á vaðið með samsettar tryggingar fyrir fyrirtæki haustið 1983. Settar voru saman nokkrar tryggingar sem fyrirtæki tóku á eitt skírteini með einum gjalddaga. Næst á eftir kemur Brunabótafélagið með svonefnda verslunartryggingu árið 1984 eftir að Kaupmannasamtök Is- lands höfðu óskað eftir tilboðum í tryggingar fyrir verslanir félags- manna. „Við sinntum kalli sem önn- ur tryggingafélög hirtu ekki um“, sagði Hilmar Pálsson, aðstoðarfor- stjóri Brunabótafélagsins. Almennar tryggingar voru þó þá þegar farin að undirbúa samsettar atvinnurekstrartryggingar og komu með þær á markaðinn í apríl 1985. Skilmálar þeirra voru um margt full- komnari en það sem fyrir var á markaðnum. „Tryggingarnar frá Brunabót ýttu undir okkur að flýta þeirri vinnu sem við vorum byrjaðir á“, sagði Sigfús Sigurhjartarson, for- stöðumaður atvinnurekstrartrygg- inga hjá Almennum tryggingum. „Við tókum þá stefnu að vanda skil- mála okkar og auðkenna það sem ekki var tryggt. „Smáa letrið" er þannig orðið áberandi. Við lögðum mikla vinnu í rannsóknir áður en við settum þær á markaðinn. I allt fóru ein tvö mannár í rannsóknir. Við vor- um ekki að hlaupa til þótt við hefðum fyrirmyndirnar erlendis. Aðalvinnan var við uppbyggingu á iðgjalda- skránni. Við sniðum atvinnurekstrar- trygginguna að þörfum markaðarins hér innanlands." Aðdragandinn var líka langur hjá Sjóvátryggingafélagi Islands. Fyrir rúmu ári síðan hóf Sjóvá undirbún- ing á samsettum atvinnurekstrar- tryggingum og kynnti þær í byrjun þessa árs. Of margir gíróseðlar Samsettar tryggingar eru engin nýjung á íslandi. Heimilistryggingar og húseigendatryggingar, sem lengi hafa verið hér á markaðinum, eru samsettar tryggingar. En samsettar tryggingar höfðu ekki verið til gagn- vart viðskiptalífinu. Fyrirtæki höfðu oft aðeins tvær grunntryggingar, bruna- og vatnsskaðatryggingu, nokkur voru einnig með innbrots-og þjófnaðartryggingu og í sumum til- vikum voru menn með slysatrygg- ingu launþega og frjálsa ábyrgðar- tryggingu. „Menn kvörtuðu undan því að fá gíróseðla tvisvar til þrisvar á ári þannig að við fórum að velta því fyrir okkur hvemig mætti bæta úr og nið- urstaðan varð þessi atvinnurekstrar- trygging", sagði Sigfús Sigurhjartar- son hjá Almennum og í sama streng tók Sigurjón Pétursson, aðstoðar- framkvæmdastjóri Sjóvá þegar spurt var um tilurð atvinnurekstrartrygg- ingarinnar. „Við fórum út í þetta vegna reynslu viðskiptamanna okkar. Það kom oft fyrir að það vantaði upp á tryggingar hjá mönnum einmitt þar sem tjónin urðu. Við buðum því sam- settar tryggingar til að ná utan um stærsta hlutann af tryggingarþörf- inni“, sagði Þórður Þórðarson, deild- arstjóri hjá Brunabót Það kom fram hjá þeim að fyrir- myndin að samsettu tryggingunum væri sótt erlendis til Norðurland- anna, Englands og meginlands Evr- ópu. Þeir hjá Almennu tryggingum lögðu þó áherslu á að þessar trygg- ingar væru einnig sprottnar upp af þörf íslenska markaðarins og sniðn- ar að honum. Framboðið Atvinnurekstrartryggingin hjá Al- mennum og Sjóvá felur í sér tólf tryggingar og skiptist hún í tvennt, grunnvernd og viðbótarvernd. Grunnverndin nær til fimm vátrygg- ingarþátta. Þessir þættir eru: Bruna- trygging, innbrotsþjófnaðartrygging, vatnstjónstrygging, rekstrarstöðvun- artrygging og ábyrgðartrygging. Viðbótartryggingin skiptist í sjö þætti sem sniðnir eru að mismun- andi þörfum hvers fyrirtækis. Þessir sjö þættir eru: Slysatrygging laun- þega, almenn slysatrygging, ferða- trygging, húseigendatrygging, gler- trygging, kæli-og frystivörutrygging, vélatrygging og rafeindatækjatrygg- ing. Samsettar tryggingar fyrir at- vinnureksturinn hjá Brunabót nefn- ast iðnaðartrygging og verslunar- trygging en auk þess er Brunabót með samsettar tryggingar fyrir al- mennan rekstur. Þessar tryggingar fela í sér níu til tíu tryggingar. Þær skiptast í tvennt, kjarna og val. í kjarnanum eru lausafjártrygging, TRYGGIUMPIG Á FERÐ OG FLUGI HÉR.ÞAR OG ALLSSTAÐAR tVmWelil Laugavegi 178 Sími 621110
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Frjáls verslun

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.