Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 22
0
reikninginn að skilmálar hafa verið
víkkaðir út og athuga þarf til dæmis
hvort sjálfsábyrgð sé jafn há í öllum
tilvikum. Þegar á heildina er litið er
hagkvæmnin við samsettu trygging-
arnar fyrst og fremst fólgin í víðtæk-
ari vernd en áður fyrir svipuð eða
lægri iðgjöld.
Forsvarsmenn tryggingafélag-
anna þriggja vísa því á bug að verið
sé að selja fyrirtækjum meiri trygg-
ingar en þau þurfa. Þvert á móti.
„Reynsla okkar er sú að íslensk fyrir-
tæki séu frekar vantryggð en hitt.
Okkur hefur komið mest á óvart
hvað fyrirtækin vita lítið um trygg-
ingamál sín og þau telja sig vera bet-
ur tryggð en þau eru í reynd“, sagði
Ólafur Ingólfsson, deildarstjóri
markaðsdeildar hjá Almennum
tryggingum. „í sumum tilvikum hafa
fyrirtæki tryggt sig miðað við
ákveðna stærð og umsvif eins og
þau voru fyrir mörgum árum. Trygg-
ingin hefur síðan tekið breytingum
miðað við vísitölu en oft gleymist
alveg að taka vöxt fyririrtækisins
með í reikninginn."
Góðar viðtökur
„Það sem háir okkur ef til vill er að
við höfum ekki nógu marga sölu-
menn til að anna eftirspurninni“,
sagði Sigurjón Pétursson hjá Sjóvá.
Svo góðar undirtektir hafa þessar
tryggingar fengið. „Við byrjuðum á
því að bjóða viðskiptavinum okkar
þessar tryggingar og undantekning-
arlítið hafa þeir viljað þær fremur en
þær tryggingar sem þeir höfðu
áður“, sagði Ólafur Ingólfsson hjá
Almennum tryggingum.
Viðtökurnar eru góðar en er það
framtíðin að tryggingar fyririrtækja
færist í þetta horf?
„Áreiðanlega. Það sem þegar er
komið á markaðinn má vafalaust líta
á sem fyrsta skrefið inn í framtíð-
ina“, sagði Sigurjón Pétursson hjá
Sjóvá. „Þetta er miklu stórkostlegri
hlutur en menn gera sér almennt
grein fyrir við fyrstu sýn. Þetta færir
fyrirtækin nær því marki að vera rétt
tryggð. Með samsettum tryggingum
eru minni líkur á að eitthvað verði út
undan.“
„Þetta er framtíðin og samfara
þessu hefur orðið sú ánægjulega
BBC Master
Enn á ný kemur Acorn Computers meö
tölvu á markað sem uppfyllir kröfur
þeirra vandlátu.
Tölva sem er kjörin fyrir:
★ Tölvugrúskara ★ Skóla ★ Fyrirtæki
BBC Master128
með skjá og drifi
Grunntölvan, Master 128 er með 65C12
CMOS 8 bita örtölvu sem gengur á
2MHz, 128kb, RAM, 128kb ROM, með
sérstakt talnalyklaborð, innbyggðri ri-
tvinnslu, áætlanagerðarforriti, sam-
skiptaforriti, teikniforriti, BBC basic,
stýrikerfi og tveimur diskstýrikerfum,
með 12" grænum skjá og 650kb disk-
stöð.
Kr. 42.900.-
BBC Master 512 MSDOS
Master 128 er stækkanlegur og fyrir
aðeins kr. 29.900,- ertu kominn með
Master 512 MSDOS 80186 16 bita ört-
ölvu sem gengur á 8MHz, með 512kb
RAM minni og allt að 256kb ROM.
Innifaliðert.d.
a. Dos+ diskstýrikerfi sem gefur sam-
ræmanleika við MSDOS 2,1 og
CP/M86
b. Acorn mús.
c. GEM hugbúnaður: GEM Desk Top,
GEM Paint, GEM Write.
Forrit:
Fjárhags- og viðskiptamannaforrit.
Lager- og verðútreikningar, tollaforrit.
Yfir 16 þúsund kennsluforrit ásamt
fjölda íslenskra kennsluforrita. Fyrsta
flokks forritunarþjónusta.
Forritunarmál:
íslenskt LOGO, PASCAL, PROLOG,
LISP, FORTRAIN 77, BASIC (innbyggt),
PCPL.
*/ V
Hafnarstræti 5, - sími 19630 - 29072.
22