Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 24

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 24
Gömlu tjónin eins og bruna- og vatnstjón eru ekki eins áberandi og áöur en tjón vegna skemmda á vöru í kæligeymslu eru æ algengari. Skýringin á samkeppninni kann að liggja í því að lítil þróun hefur ver- ið í vátryggingastarfseminni síðasta áratug. Það sem er að gerast hjá okk- ur er svipað og verið hefur að gerast í mörgum öðrum þjónustugreinum þar sem líftími vörunnar er að stytt- ast. Við erum að sigla inn í svipað ástand og drykkjarvöruiðnaðurinn og bankamir eftir að þeir fengu vaxtafrjálsræðið. Aherslan er á vöm- þróun og markaðsmál.“ „Samkeppnin hefur harnað meðal annars með tilkomu nýjunga á mark- aðnum“, sagði Hilmar Pálsson, að- stoðarforstjóri Bmnabótafélagsins. „Skýringin getur legið í því að mörg félög em að bítast um of lítinn mark- að. Við leggjum okkur þó mest eftir ótryggða markaðinum. Mörg félög og lítill markaður hefur að vísu lengi verið til staðar. Það sem hrindir sam- keppninni af stað einmitt núna em eflaust breytt viðhorf í þjóðfélaginu til markaðsstarfseminnar. Við þurf- um ekki annað en að líta til bank- anna, stórmarkaðanna, og hinna mörgu útboða á stórum verkum og smáum. Menn sem eiga þrjá bíla em jafnvel famir að koma til okkar og óska eftir tilboðum í tryggingamar." Deilt um Hafnarfjörð Olafur Ingólfsson, hjá Almennum tryggingum sagði að mönnum væri ljóst að vaxtarmöguleikinn væri í at- vinnurekstrartryggingunum og menn reyndu að vera fyrstir með nýj- ungar á þeim markaði. „Samkeppnin er góð út af fyrir sig en hún getur líka arið út í öfgar eins og í brunatryggingunum í Hafnar- firði", sagði Gísli Olafson, forstjóri Tryggingamiðstöðvarinnar. „Sam- keppnin um ökutækjatrygginguna fór einnig úr böndunum árið 1984 svo annað dæmi sé nefnt enda varð á annað hundrað milljóna króna tap á þeim hjá tryggingafélögunum. Það þjónar engum tilgangi hjá vátrygg- ingataka að pína niður iðgjöld þann- ig að gjaldhæfi tryggingafélags er stefnt í hættu. Samkeppni sem miðar að því að auka markaðshlutdeild leið- ir ekki til góðs ef það er gert með vís- vitandi taprekstri.“ Það voru Samvinnutryggingar sem buðu í brunatryggingarnar í Hafnarfirði sem gagnrýnt hefur ver- ið hér að framan. Nokkur brunatjón hafa orðið þar frá því Samvinnu- tryggingar tóku við tryggingunum og við spurðum Bruno Hjaltested, aðstoðarframkvæmdastjóra Sam- vinnutrygginga hvort þegar hafi orð- ið tap á þessum tryggingum. „Of snemmt er að fullyrða hvort tap hafi orðið á þessum tryggingum. Við þol- um þau tjón sem hafa orðið. Eg held að það sé misskilningur að við höf- um boðið of lágt í brunatryggingam- ar í Hafnarfirði. Þetta var eina svæð- ið sem var laust og við buðum miðað við þá áhættu sem var fyrir hendi á þessum stað“, sagði Bruno. Samkeppnin hefur hingað til legið í lækkun iðgjalda en hún er nú að færast yfir í bætta skilmála og betri þjónustu. Það kom fram hjá mörgum talsmönnum tryggingafélaganna að samkeppni um iðgjöld væri miklum takmörkunum háð. Iðgjöld em sett saman úr tveimur þáttum, annars- vegar þeirri áhættu sem verið er að tryggja og hinsvegar kostnaðinum við rekstur tryggingarinnar. Kostn- aðarþátturinn er breytilegur eftir tryggingum. í bifreiðartryggingum getur hann verið um 20% iðgjalda en í tryggingum fiskiskipa er hann mjög lítill þáttur af iðgjaldi. Tryggingafé- lög geta lækkað iðgjöld með hag- kvæmni í rekstri eins og til dæmis með því að bjóða samsettar trygging- ar en áhættan breytist lítið. Einblínt á iðgjöldin „Samkeppnin kemur einnig fram í því að veittur er afsláttur frá auglýst- um gjaldskrám. Þegar menn eru farnir að veita 30 til 40% afslátt segir það okkur að iðgjöldin hafi annað- hvort verið óeðlilega há eða félögin sjálf séu farin að taka meiri áhættu gegn of lágu iðgjaldi", sagði Sigurjón Pétursson hjá Sjóvá. „Það getur verið hættulegt fyrir viðskiptamenn að einblína á iðgjöld- in. Menn verða líka að meta gæði þjónustunnar og styrkleika trygg- ingafélagsins. Vátryggingar em langtímaviðskipti þar sem viðskipta- vinirnir þurfa að huga að stöðu þeirra félaga sem þeir skipta við. Fé- lag getur verið stórt og velt miklu en verið á mörkunum með að hafa full- nægjandi gjaldþol og eða greiðslu- þol.“ Sama sjónarmið kom fram hjá Hilmari Pálssyni hjá Brunabót: „Fyr- ir flestum vakir að reyna að spara sér nokkrar krónur í iðgjöldum en menn horfa alltof lítið á styrk félaganna." „Við viljum leggja áherslu á þjón- ustuna“, sagði Olafur Ingólfsson hjá Almennum tryggingum þegar þetta atriði bar á góma. „Auðvelt er að fylgja öðmm eftir í iðgjöldum. En ekki er nóg að selja trygginguna. Það þarf að rækta sambandið við við- skiptavininn og gera tjón fljótt og vel upp.“ 24
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.