Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 30

Frjáls verslun - 01.02.1986, Side 30
Ásmundur er fæddur í Reykjavík 1945. Að loknu stúdentsprófi hélt hann til Danmerkur og lauk hag- fræðinámi frá Kaupmannahafnarhá- skóla 1972. Hann hóf síðan störf hjá Hagvangi, sem þá var að byrja starfsemi, en 1974 var hann ráðinn til Alþýðusambands íslands og hefur starfað þar síðan að frátöldu einu ári 1978 til 1979 er hann var lektor við Háskóla íslands. Hann var ráðinn framkvæmdastjóri Alþýðusam- bandsins 1979 og kjörinn forseti þess 1980. — Hvers vegna valdir þú hag- fræðinámið? „Ég valdi það vegna þess að mér fannst það vera áhugavert. Ég hafði þó engin sérstök framtíðaráform með þetta nám. Líklega var það með mig eins og svo marga sem koma út úr menntaskólanámi að útilokunar- aðferðinni er beitt við val á fram- haldsnámi." — Hvað kom til að þú réðir þig til ASÍ? „Ástæðan fyrir því var ósköp ein- föld. Ég hafði áhuga fyrir baráttu- málum verkalýðshreyfingarinnar og því starfi sem þar var unnið." — Var það ekki nýtt á þessum tíma að ASÍ réði til sín hagfræðing? „Guðmundur Ágústsson, sem var hér skrifstofustjóri nokkrum árum áður en ég var ráðinn til ASÍ, er hag- fræðimenntaður. Engu að síður má segja að þetta hafi verið nýbreytni. Starfi hagfræðings var komið á í kjölfar ákvörðunar um ríkisstyrk. Upphaflega fluttu Björn Jónsson og Ólafur Björnsson tillögu á Alþingi um þennan styrk og var hann síðan tekinn upp í stjórnarsáttmála ríkis- stjórnar Ólafs Jóhannessonar 1971. Með því fékkst styrkur bæði til ASÍ og VSÍ. í kjölfar þessa var tekin sú ákvörðun hjá Alþýðusambandinu að ráða hagfræðing." — Heldur þú að það hafi breytt verkalýsbaráttunni að verkalýðsfé- lögin fengu menntaða hagfræðinga til að vinna upplýsingar fyrir forystu- mennina? „Þetta er ekki orsök heldur afleið- ing af breytingum. Það er alveg ljóst að samningar eru orðnir flóknari og víðtækari en áður og það hefur kall- að á breytt vinnubrögð og sérfræði- aðstoð." — Eru þetta breytingar til góðs? „Ég er ekki viss um það. Ég held að ýmsir þættir í þessu starfi hafi snúist til hins vera í tímanna rás. Fé- lagslega eru ýmsir sterkir kostir við þá einföldu launabaráttu sem háð var hérna áður. Við getum sagt að þá hafi verið auðveldara að ná sam- stöðu og taka á málum. Hins vegar er augljóst að halda verður á málum eftir aðstæðum. Til þess að tryggja afkomu launamanna í víðtækri merkingu verðum við að láta til okkar taka á sem flestum sviðum. Það er að vísu ekki nýtt að tekið hafi verið á mörgum félagsleg- um atriðum allt frá upphafi verka- lýðshreyfingarinnar. Barist hefur verið fyrir bættum almannatrygging- um, atvinnuleysistryggingum lífeyr- SUPERFONE HT-660-2E er Japanskur 2ja lína borðsími af fullkomnustu gerð. Meðal eiginleika: Handfrjálst val og tal. Styrkstillir á hátalara. Tón og púlsvak Fundarstilling. 60 númera hraðval. Jarðhnappar. Ljósaborð er sýnir valið númer. Klukka með minni. Endurval á síðasta númeri. Reiknivél o.fl. Leitið nánari upplýsinga. Rafeindatæki Stigahlið 45-47Sími 9131315 30

x

Frjáls verslun

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.