Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 34
in en BSRB megin vegna þess að hjá
okkur er kerfið þannig að hvert og
eitt verkalýðsfélag hefur sjálft allt
ákvörðunarvald um samninga.
Miðstjórn ASÍ getur ekki tekið
ákvarðanir um verkfallsboðun eða
endanlegan frágang samninga. Við
verðum að leita til verkalýðsfélag-
anna með allar slíkar ákvarðanir.“
Veikirí
þjóðfélagsumræðunni
— Það hefur verið gagnrýnt að
verkalýðshreyfingin hafi of mikið
vald, sé nokkurs konar ríki í ríkinu,
bæði að áhrifum og einnig vegna
þess hve miklir fjármunir renni í
sjóði verkalýðsfélaganna.
„Þetta er gagnrýni sem kemur
stundum fram. Rétt er það. Þegar
verkalýðsfélög boða til verkfalla er
það talin hættuleg aðgerð. Þegar at-
vinnurekendur sigla bátum í höfn,
stöðva vinnslu eða stoppa steypu-
stöðvar er það hins vegar litið svolít-
ið öðrum augum af sömu aðilum.
Auðvitað er augljóst að stærri fyr-
irtæki í atvinnulífi okkar og samtök
atvinnrekenda hafa mjög sterkt
þjóðfélagslegt vald. Við getum líka
bætt því við að samtök atvinnurek-
enda hafa byggt sig upp miklu skýr-
ar og ákveðnar með það fyrir augum
að hafa pólitísk áhrif. Þau hafa kom-
ið upp sjálfstæðum pólitískum stofn-
unum eins og Verslunarráði Islands.
Líku máli gegnir um samtök eins og
Félag íslenskra iðnrekenda, Lands-
samband iðnaðarmanna, Landssam-
band íslenskra útvegsmanna. A vett-
vangi samtaka atvinnurekenda hefur
verið komið á fót sterkum stofnun-
um með mörgum sérfræðingum til
þess að vinna upp gögn og undirbúa
mál og með því hefur samtökum at-
vinnurekenda tekist að búa sér mjög
sterkt pólitískt hlutverk.
Ég held að vandamálið í dag hvað
þetta snertir sé þess vegna þvert á
mót að verkalýðsfélögin séu of veik í
þjóðfélagsumræðunni. Þau hafa ekki
fjárhagslegt bolmagn til þess að
halda uppi stofnunum af því tagi
sem samtök atvinnlífsins halda uppi.
Því má bæta við að okkar fólk er
ekki í sömu aðstöðu til að aðstoða
við málefnaundirbúning og forystu-
menn í atvinnulífinu. Forstjórar í fyr-
irtækjum geta mætt á fundi í vinnu-
tíma sínum en ef við ætlum að leita
til félagsmanna okkar þarf að biðja
um frí úr vinnunni fyrir þá. I öðru
lagi hefur starfsfólkið ekki aðgang
að sömu upplýsingum og þeir sem
sitja í forstjórastólunum."
Lokaðir fyrir
nýjungum
— Á íslandi hefur ríkt stöðnun í
yfir áratug og hagvöxtur verið minni
en í nágrannalöndunum. Hver er
skýringin á þessu að þínum dómi?
„Meginskýringin á þessu er sú að
við höfum ekki sótt fram með eðlileg-
um hætti. Við höfum á undanförnum
áratugum fjárfest af of miklu handa-
hófi og skipulagsleysi. I flestum til-
fellum hefur draumurinn um verð-
bólgugróða ráðið meiru en það sjón-
armið að auka framleiðni eða afköst.
Við höfum með röngum fjárfesting-
um bundið okkur bagga sem framtíð-
in verður að bera og við stöndum
frammi fyrir nú sem erfiðu úrlausn-
arefni. Fjárfestingar hafa ekki geng-
ið nægilega vel til uppbyggingar. Það
sama má segja um stjórnunarhætti í
fyrirtækjum. Við erum greinilega
langt á eftir nágrannalöndunum í
öllu innra skipulagi fyrirtækja og
allri almennri stjórnun.
Ég held að þessir tveir þættir séu
grundvalalrskýringin á því hve illa
hefur gengið. Við höfum einnig haft
sterka tilhneigingu til að viðhalda því
sem er fyrir. Við höfum verið lokuð
fyrir nýbreytni, hvort sem um er að
ræða nýjar vörur eða nýjan atvinnu-
rekstur. Fjárfestingalánasjóðirnir
eru bundnir því að lána til hefðbund-
inna verkefna. Öll almenn fyrir-
greiðsla beinist líka að því sama. Þeir
sem eru ábyrgir fyrir ákvarðanatöku
úti í atvinnulífinu hafa einnig verið
haldnir sömu íhaldsseminni."
Engin ein lausn
— Hefur þetta ekki verið að
breytast nú á síðustu misserum?
„Ég held að þetta sé mikið að
breytast. Ég held þó að við íslending-
ar höfum ákveðna tilhneigingu til
þess að grípa eina einfalda lausn á
öllu. Það getur gengið í einstaka til-
fellum. Við getum tekið uppbygg-
ingu togaraflotans sem dæmi um
mjög mikilvæga og á sínum tíma
rétta ákvörðun þótt síðar hafi verið
gengið of langt. Með uppbyggingu
togaraflotans á áttunda áratugnum
tókst að gjörbreyta atvinnuástandi í
kringum landið að vetararlagi þar
sem tímabundið atvinnuleysi hafði
ríkt og sanna að við íslendingar vær-
um þess megnugir að fullnýta fiski-
miðin við landið án aðstoðar útlend-
inga.
Við verðum að gera okkur grein
fyrir því að það er engin ein slík
lausn á atvinnuuppbyggingu fram-
tíðarinnar. Þættir eins og fiskeldi og
loðdýrarækt eru allt hluti af upp-
byggingu fyrir framtíðina en ekki
eini lykillinn að henni.“
— Hvern þátt á byggðastefnan
eins og hún hefur verið rekin í stöðn-
un lífskjara?
„Byggðastefnan sem slík er í fullu
samræmi við almennan pólitískan
vilja í landinu. Yfirgnæfandi meiri-
hluti þjóðarinnar er reiðubúinn til að
kosta þónokkru til að halda uppi
öflugri byggðastefnu. Á hinn bóginn
hefur byggðastefnan ekki skilað því
sem hún átti að skila, fyrst og fremst
vegna þess að landshlutarnir hafa
ekki haft nægilegt sjálfræði og
ákvörðunarvald um hvernig það fjár-
magn sem er til ráðstöfunar er nýtt.
Forgangsröðin er í reynd handa-
hófskennd og ákveðin í Reykjavík í
stað þess að hún sé ákveðin af þeim
sem hlut eiga að máli úti á lands-
byggðinni. Mín skoðun er sú að
byggðastefnan eigi að vera rekin af
meiri ábyrgð þannig að þeir sem eru
úti í landshlutunum viti að þeir hafi
úr ákveðnum fé að spila og geti nýtt
það eins og þeir telja henta sínum
landshluta best.“
Markaðurinn
óréttlátur
— Það fer vart fram hjá neinum
að þið hjá ASÍ hafið gagnrýnt stefn-
una í landbúnaðarmálum. Hverju er
helst ábótavant þar?
„Það geta verið mismunandi sjón-
armið innan ASÍ á landbúnaði. Fyrir
mitt leyti vil ég segja að landbúnað-
arstefnan virðist miða að því að eins
margir bændur og hægt er geri
eins lítið og hægt er. í reyndinni er
stefnt að mjög dýru framleiðslukerfi
og ég held satt að segja að þar sé
34