Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 38

Frjáls verslun - 01.02.1986, Blaðsíða 38
ekki verið að þjóna bestu hagsmun- um bændastéttarinnar. Dýrt fram- leiðslukerfi ýtir landbúnaðarvörum smá saman út af borðum neytenda.“ — Telur þú að markaðsöflin eigi ekki rétt á sér þrátt fyrir gagnrýni þína á sérhyggjuna? „Markaðslögmálin eiga rétt á sér en ég geri mér jafnframt grein fyrir því að óheftur markaðsbúskapur get- ur verið óheppilegur af tveimur ástæðum. Önnur ástæðan er sú að það er alls ekki alltaf svo að forsend- ur frjálsrar verðmyndunar og frjáls- rar markaðsstarfsemi séu fyrir hendi. Þetta á í meira mæli við á ís- landi en í flestum öðrum löndum vegna þess hvað markaðurinn er lítill og fyrirtækin fá af eðlilegum ástæð- um. Hin ástæðan er sú að niðurstaða markaðskerfisins getur verið mjög óréttlát og ósanngjörn. Þannig að það getur verið nauðsynlegt og óhjá- kvæmilegt að grípa þar inn i. Ég held að við verðum að gera okkur hvor- tveggja ljóst. Þeir sem boða þessa nýfrjálshyggju, sem nokkuð hefur borið á síðustu misseri, þeir boða algjöra fyrirlitningu fyrir einstakl- ingnum. Þeir afgreiða einstaklinginn með því að segja að það sé óhjá- kvæmileg afleiðing af kerfinu að einhver verði undir. Ég held að þetta sé ástæðan fyrir því að þessi stefna nær ekki að festa rætur í íslensku samfélagi. Við komumst ekki hjá því að líta á samborgara okkar sem með- bræður og gera okkur grein fyrir því að við erum ábyrg hvert fyrir öðru.“ Innan ramma blandaðs hagkerfis — Það má deila um túlkun þína á frjálshyggjunni en spurningin beind- ist fremur að því hvernig samspilið á milli markaðsins og ríkisafskiptanna ætti að vera? „Ég held að það sé ekki rétt í þeim efnum heldur að setja sér einhverja fyrirfram ákveðna markalínu. Ég tel að það skipti máli að ríkisvaldið hafi mikil ítök í atvinnulífinu, sérstaklega þar sem um er að ræða fyrirtæki sem geta skipt sköpum fyrir alla afkomu þjóðarbúsins. Ég til dæmis undraðist það þegar hlutabréf ríkisins í Élug- leiðum voru seld að umræðan varð um það hvort bréfin hafi verið seld á krónunni minna eða meira. Engin umræða varð í þjóðfélaginu um það hvort skynsamlegt sé að ríkið selji hlut sinn í fyrirtæki sem hefur nán- ast einokun á öllum samskiptum okkar við útlönd hvað snertir flug- samgöngur. Ég held að eignaraðild ríkisins í bankakerfinu geti líka verið skyn- samleg. Við eigum ekki að afskrifa ríkisrekstur ef við teljum að skyn- samlegar forsendur séu fyrir honum. Ríkisrekstur er mér ekkert eiginlegt markmið. Ég held að við getum skrefað okkur áfram innan ramma hins blandaða hagkerfis nokkuð langt og það sé meginmálið. Ég held að við eigum í atvinnulífinu á næst- unni að leggja megináherslu á vald- dreifingu sem felur í sér aðild starfs- fólks að þeim ákvörðunum sem tekn- ar eru í hverju fyrirtæki.“ — Ert þú einn í hópi þeirra sem vilja að einkaaðilar reki fyrirtækin en ríkið ráðstafi hagnaðinum? „Sú verkaskipting er ekki alveg einhlít. En sú verkaskipting hlýtur að vera uppi að einhverju leyti í öllum þjóðfélögum sem ætla að veita sam- eiginlega þjónustu. Ríkið hlýtur alltaf að vera að ráðstafa einhverju sem við búum til í atvinnulífinu. Við meg- um hins vegar ekki gleyma því að þjónusta hins opinbera er jafnframt lykilforsenda fyrir starfsemi atvinnu- lífsins. Ríkisvaldið sér atvinnulífinu fyrir vegakerfi, höfnum, flugvöllum, löggæslu og fleira. I þessu sambandi má minna á að þau viðhorf eru oft uppi hjá atvinnurekendum að ríkið eigi að þjóðnýta tapið en þeir halda gróðanum og það held ég að sé ekki heppilegur hugsunarháttur fyrir at- vinnulífið." Stjórnendur fyrir- tækja stórra og smárra: Nú eins og undanfarin ár þarf aö skipta um möpp- ur á skrifstofunni og koma eldri gögnum í geymslu. Margir hafa tekiö þann kost aö setja gömul fylgi- skjöl í geymslu í dýrum möppum. En þeir vita heldur ekki um ARCHIEF-BOY skjalageymslu- kerfiö. Ef þú vilt spara og sleppa viö óþörf möppu- kaup, þá færöu þér ARCHIEF-BOY skjala- geymslukerfiö. ARCHIEF-BOY skjalageymslukerfi í hverjum pakka eru 12 teinar, 12 plastpokar og 12 sjálflímandi merkimiöar ásamt leiöbeiningum um notkun. Farmasía hf. Brautarholti 2, 2. h. t.v. Pósthólf 5460, 125 P.eykjavík. Sími 91—25933. 38
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Frjáls verslun

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.