Frjáls verslun


Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 40

Frjáls verslun - 01.02.1986, Síða 40
„Þjóðviljinn lítur á málin út frá og Frjáls verslun. Sennilega er ég sá þröngu pólitísku sjónarmiði, svipað eini sem rætt hefur verið við þar sem er ekki hægra megin við miðju. Við erum ekki í aðstöðu til þess í verka- lýðshreyfingunni að horfa á heiminn í gegnum lituð gleraugu. Við verðum að taka mið af þeirri aðstöðu sem við búum við á hverjum tíma. Við verð- um að vinna út frá þeim forsendum sem við stöndum frammi fyrir og verðum að ná því besta út úr hverri stöðu Það er alveg ljóst að það sem gerist er ekki alltaf í samræmi við óskir þeirra sem ráða stefnunni á Þjóðviljanum." Ráðum ekki öllu — Þér hefur verið lýst sem rök- föstum og faglegum en hreyfinguna vanti samt pólitískan leiðtoga. Hvað viltu segja um þessa palladóma? „Ég held að það sé eðlilegra að gefa öðrum kost á að meta það hvaða áhrif ég hef á aðra. Hins vegar er það mitt mat að mér hafi tekist mjög vel að fylkja okkar hópi saman þannig að mér hafi bæði tekist að ná til samstarfsmanna minna og ná til fólksins í hreyfingunni." — Hvað telur þú ráða velgengni einstaklinga í starfi út frá reynslu þinni sem stjórnanda í stórri hreyf- ingu? „Nú er orðið stjórnandi ekki rök- rétt í þessu samhengi vegna þess að verkalýðshreyfingin er ekki eins og her þar sem þeir sem kjörnir hafa verið til æðstu forystu geti gefið skipanir að vild sinni. Ég hef satt að segja á tilfinningunni að við séum oft í sömu aðstöðu og kóngurinn í sög- unni um litla prinsinn. Þar segir frá SalaOgLeiga 0 A Atvinnuhúsnæði Verðmat og sala fyrirtækja. Aðstoð við eignaskipti á fyrirtækjum. 40^^621600 | Borgartún 29 mmump Ragnar Tómasson hdl því að litli prinsinn kemur á stjömu þar sem kóngur situr í hásæti sínu. Kóngurinn segir: „Sestu“, en litli prinsinn segir: „Nei ég vil standa“. Þá segir kóngur: „Stattu, því ég vil að mér sé hlítt." Ég held stundum að við séum í sömu stöðu og kóngurinn í þessari sögu. Við getum ekki alltaf ráðið því hvað gerist. Hins vegar er alveg ljóst að það fellur í okkar hlut sem emm í æðstu forystu að eiga frumkvæði að mál- um. Við verðum að leggja meginlínur og til þess að geta gert það af ein- hverju viti verðum við að hafa víð- tækt samráð við fólk í hreyfingunni, vita hvaða sjónarmið em ríkjandi á hverjum tíma. Við verðum að hafa gott stöðumat og hafa traust til þess að fólk sé tilbúið að fylgja þeim vilja sem við reynum að fá hreyfinguna til að sameinast um. Þannig að við lend- um ekki í sömu aðstöðu og kóngur- inn í sögunni. Þegar við segjum stattu verði sest.“ Þingframboð? — Hefðir þú áhuga á því að beita þér fyrir hagsmunum verkalýðs- hreyfingarinnar innan sala Alþingis? „Ég er ekki viss um að það væri skynsamlegt. Starf forseta Alþýðu- sambandsins er mjög mikið og tíma- frekt starf. Hins vegar vil ég ekki heldur útiloka að það gæti komið til greina. Það geta verið því ýmsir kost- ir samfara því að hafa aðgang að söl- um Alþingis til þess að hafa frum- kvæði að umræðum um mál og koma sjónarmiðum á framfæri. En málið hefur ekki verið til umræðu á þeim forsendum." Þú boigaralltaf sama gjaldið, hvort sem þú ert einn eða með fleirum í bílnum! Hreyfill bvður sætaferðir til Keflavíkur Ef þú ert á leið til útlanda er þægilegt aö fara fyrsta spölinn í Heyfilsbíl. Hringdu í okkur með góðum fyrirvara og greindu frá áætluöum flugtíma. Við vekjum þig með hressilegri símhringingu, óskir þú þess. UREVfíU. 68 55 22 40

x

Frjáls verslun

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Frjáls verslun
https://timarit.is/publication/282

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.