Frjáls verslun - 01.02.1986, Page 50
Formannaskipti. Ragnar S. Halldórsson, fráfarandi formaður Verzlunar-
ráðsins afhendir nýkjörnum formanni, Jóhanni J. Ólafssyni, fundarhamar
ráðsins.
athafna. „Þetta voru umbúðalausar
og djarfar tillögur sem þá stungu í
stúf við orðagjálfur og gervilausnir,
sem höfðu einkennt þjóðmálaum-
ræðuna um allt of langan tíma. Þess-
ar tillögur brutu ísinn og opnuðu
augu manna fyrir því að nú yrði ekki
lengur vikist undan því að stokka
upp efnahagskerfið,“ sagði Ragnar.
Hann minnti á hvernig ætlað var að
ná niður verðbólgunni með því að
rjúfa víxlgengi launa og verðlags og
að lækka óbeina skatta og skera nið-
ur ríkisútgjöld.
Aðhald í ríkisrekstri
skortir
„Báðar þessar leiðir, a.m.k. að
hluta til höfum við séð í framkvæmd.
Á árinu 1983 var víxlgengi launa og
verðlags rofið. Þessi ráðstöfun var
óhjákvæmileg, enda stefndi í að
verðbólgan kæmist á svipað stig og í
Suður-Ameríku. í stað óðaverðbólgu
ársins 1983 varð verðlag nær stöð-
ugt upp úr miðju ári 1984. Aðhald í
ríkisrekstrinum hefur hins vegar
skort. Árið 1984 leiddi halli ríkis-
sjóðs til þenslu á vinnumarkaði sem
loks kom fram í kjaraátökum hausts-
ins með kunnum afleiðingum." sagði
Ragnar ennfremur.
Þá gat hann nýgerðra kjarasamn-
inga og hvemig ætlunin væri að ná
niður verðbólgunni og hvatti hann
menn til að ná samstöðu um þessi
málefni. Sagði hann viðbrögð ríkis-
valdsins ráða því hve varanlegur
árangurinn verður ef nú tekst að ná
markmiðum kjarasamninganna.
„Veiki punkturinn er hversu hratt
er ekið. Við höfum þegar tekið út all-
ar þær kjarabætur sem bætt við-
skiptakjör gefa tilefni til. Gengi
dollarans gagnvart Evrópumyntum
má heldur ekki falla að marki. Veik-
asti hlekkurinn er þó hallinn á ríkis-
sjóði.
Innlend lánsfjáröflun ríkisins leys-
ir ekki vandann. Ef ríkissjóður stefn-
ir í stórfelldar lántökur á innlendum
markaði er ljóst að þær valda þenslu,
spenna upp vexti og leiða til aukinn-
ar ásóknar annarra á erlenda lána-
markaði. Ef ætlunin er að ná varan-
legum árangri er ljóst að halla ríkis-
sjóðs verður að eyða. Samkvæmt
fjárlögum nema áætlaðar afborgan-
ir og vextir ríkissjóðs í ár tæplega
22% af tekjum. Á næstu þremur
árum stefnir hlutfallið í 27% og þeg-
ar við bætast núverandi Iántökuhug-
myndir, stefna fjármál ríkissjóðs í
algjört óefni. Það verður að ná end-
um saman án lántöku," sagði Ragnar
S. Halldórsson.
Þá vék hann nokkrum orðum að
stjómarskránni og því hlutverki
hennar að vernda einstaklinga gegn
útþenslu og yfirgangi ríkisvaldsins.
Minnti hann á hvernig Hæstiréttur
hefur nýlega staðfest sjálfstæði sitt í
dómum og dregið línur um embætt-
istakmörk yfirvalda. Með stofnun
Réttarverndarsjóðs árið 1981 vildi
Verzlunarráðið leggja sitt að mörk-
um til að styrkja félaga gegn mögu-
legri valdníðslu. Sagði hann augu
manna hafa beinst að þeirri tilhneig-
Gunnar M. Hansson, forstjóri IBM á
íslandi stjórnaði aöalfundinum.
50